Stubb sigraði fyrri umferð finnsku forsetakosninganna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. janúar 2024 07:32 Þeir Alexander Stubb, til hægri og Pekka Haavisto þurfa að takast á í seinni umferð finnsku forsetakosninganna. Markku Ulander/Lehtikuva via AP Finnsku forsetaframbjóðendurnir Alexander Stubb og Pekka Haavisto voru atkvæðamestir í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Eins og lög gera ráð fyrir þar í landi fer nú fram seinni umferð þar sem kosið er á milli tveggja efstu manna. Mjótt er á munum en Alexander Stubb, sem er fyrrverandi forsætisráðherra og meðlimur Íhaldsflokksins í Finnlandi fékk rúm 27 prósent atkvæða en Pekka Haavisto, fyrrverandi utanríkisráðherra fékk rúm 25 prósent. Þar á eftir kom frambjóðandi Sannra Finna, Jussi Halla-aho en hann fékk um nítján prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var með ágætum og hefur ekki verið eins góð frá árinu 2006 en tæp 75 prósent þeirra sem voru með kosningarétt nýttu sér hann í gær. Stjórnmálaskýrendur meta það sem svo að Alexander Stubb sé nú með pálmann í höndunum en sigurvegari fyrstu umferðar í forsetakosningum í Finnlandi hefur alltaf farið með sigur af hólmi í seinni umferðinni. Frambjóðendur nú voru þó óvenju margir og því þurfa 47 prósent kjósenda í fyrri umferð að finna sér nýjan frambjóðanda nú sem gæti gefið Haavisto möguleika á sigri. Seinni umferðin fer fram þann ellefta febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver verður 13. forseti Finnlands. Finnland Tengdar fréttir Finnar kjósa sér forseta í dag Forsetakosningar Finna fara fram í dag. Baráttan um embættið stendur milli níu frambjóðenda. Ef enginn þeirra hlýtur yfir fimmtíu prósent atkvæða fer fram önnur umferð eftir tvær vikur. 28. janúar 2024 15:14 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Eins og lög gera ráð fyrir þar í landi fer nú fram seinni umferð þar sem kosið er á milli tveggja efstu manna. Mjótt er á munum en Alexander Stubb, sem er fyrrverandi forsætisráðherra og meðlimur Íhaldsflokksins í Finnlandi fékk rúm 27 prósent atkvæða en Pekka Haavisto, fyrrverandi utanríkisráðherra fékk rúm 25 prósent. Þar á eftir kom frambjóðandi Sannra Finna, Jussi Halla-aho en hann fékk um nítján prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var með ágætum og hefur ekki verið eins góð frá árinu 2006 en tæp 75 prósent þeirra sem voru með kosningarétt nýttu sér hann í gær. Stjórnmálaskýrendur meta það sem svo að Alexander Stubb sé nú með pálmann í höndunum en sigurvegari fyrstu umferðar í forsetakosningum í Finnlandi hefur alltaf farið með sigur af hólmi í seinni umferðinni. Frambjóðendur nú voru þó óvenju margir og því þurfa 47 prósent kjósenda í fyrri umferð að finna sér nýjan frambjóðanda nú sem gæti gefið Haavisto möguleika á sigri. Seinni umferðin fer fram þann ellefta febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver verður 13. forseti Finnlands.
Finnland Tengdar fréttir Finnar kjósa sér forseta í dag Forsetakosningar Finna fara fram í dag. Baráttan um embættið stendur milli níu frambjóðenda. Ef enginn þeirra hlýtur yfir fimmtíu prósent atkvæða fer fram önnur umferð eftir tvær vikur. 28. janúar 2024 15:14 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Finnar kjósa sér forseta í dag Forsetakosningar Finna fara fram í dag. Baráttan um embættið stendur milli níu frambjóðenda. Ef enginn þeirra hlýtur yfir fimmtíu prósent atkvæða fer fram önnur umferð eftir tvær vikur. 28. janúar 2024 15:14