Hatrið mun ekki sigra Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 29. janúar 2024 07:31 Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu? Það hatur sem hefur verið mest áberandi undanfarin ár, áratugi og árhundruð er án vafa Gyðingahatur. Fangelsanir, pyntingar og aftökur voru yfir löng tímabil nánast daglegt brauð. Og hvergi tók Gyðingahatrið á sig ógeðfelldari mynd en í helförinni. Þótt íslenska orðið helför sé ekki bein þýðing á enska orðinu Holocaust er það engu að síður mjög viðeigandi. Margra ára löng útrýmingarherferð þýskra nasista gegn Gyðingum líktist einna helst för til helvítis. Beinn samanburður á helförinni við aðra sögulega atburði er vafasamur, sérstaklega samanburður við samtímaatburði. Við höfum enn ekki séð nokkuð sem jafnast á við einbeittan brotavilja nasista í viðleitni þeirra til að útrýma Gyðingaþjóðinni. Í hugum Gyðinga gæti helförin allt eins hafa átt sér stað í gær. Áfall helfararinnar hvílir enn í brjósti þeirra Gyðinga sem fæðast í dag. Þótt næstum áttatíu ár séu liðin frá lokum helfararinnar, fer því fjarri að Gyðingar séu loks óhultir. Það vakti nýlega heimsathygli þegar rektorar þriggja virtra háskóla mættu í dómssal og fullyrtu að það væri „spurning um samhengi“ hvort áköll um þjóðarmorð á Gyðingum féllu undir hatursorðræðu. Þess má geta að slík áköll heyrast reglulega á fjöldamótmælum. Engu að síður hafa almennir fjölmiðlar staðið sig illa í að varpa ljósi á Gyðingahatur og fordæma það með afgerandi hætti. Líklega er ástæðan sú að helstu Gyðingahatarar okkar tíma eru ekki Vesturlandabúar heldur herskáir íslamistar. Sjálf slagorð þeirra og stofnsáttmálar bera vitni um það. Í því samhengi má nefna slagorð Hútahreyfingarinnar sem inniheldur yfirlýsinguna, „Bölvun yfir Gyðingana.“ Auk þess má nefna stofnsáttmála Hamassamtakanna, en þar má finna orðin, „Þjónn Allah, það er Gyðingur á bak við mig, komdu og dreptu hann.“ Hér er ekki hægt að grípa í gömlu tugguna um að „eins manns hryðjuverkamaður sé annars manns frelsishetja“. Ofangreind samtök eru hryðjuverkasamtök sem eru bókstaflega grundvölluð á hatri. Hatri á þeim sem voga sér að skera sig úr og vera ólíkir öðrum. Hatri á Gyðingum. En hatrið mun ekki sigra. Gyðingaþjóðin mun ekki líða undir lok. Gyðingaþjóðin er sterk og getur staðið af sér allar þrengingar. Eftir krossferðirnar, eftir pogromin, eftir gúlögin, eftir jihödin og já, jafnvel eftir helförina, er Gyðingaþjóðin hér enn og hún mun vera hér áfram um ókomna tíð. Þessi grein er tileinkuð þeim sex milljónum Gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu? Það hatur sem hefur verið mest áberandi undanfarin ár, áratugi og árhundruð er án vafa Gyðingahatur. Fangelsanir, pyntingar og aftökur voru yfir löng tímabil nánast daglegt brauð. Og hvergi tók Gyðingahatrið á sig ógeðfelldari mynd en í helförinni. Þótt íslenska orðið helför sé ekki bein þýðing á enska orðinu Holocaust er það engu að síður mjög viðeigandi. Margra ára löng útrýmingarherferð þýskra nasista gegn Gyðingum líktist einna helst för til helvítis. Beinn samanburður á helförinni við aðra sögulega atburði er vafasamur, sérstaklega samanburður við samtímaatburði. Við höfum enn ekki séð nokkuð sem jafnast á við einbeittan brotavilja nasista í viðleitni þeirra til að útrýma Gyðingaþjóðinni. Í hugum Gyðinga gæti helförin allt eins hafa átt sér stað í gær. Áfall helfararinnar hvílir enn í brjósti þeirra Gyðinga sem fæðast í dag. Þótt næstum áttatíu ár séu liðin frá lokum helfararinnar, fer því fjarri að Gyðingar séu loks óhultir. Það vakti nýlega heimsathygli þegar rektorar þriggja virtra háskóla mættu í dómssal og fullyrtu að það væri „spurning um samhengi“ hvort áköll um þjóðarmorð á Gyðingum féllu undir hatursorðræðu. Þess má geta að slík áköll heyrast reglulega á fjöldamótmælum. Engu að síður hafa almennir fjölmiðlar staðið sig illa í að varpa ljósi á Gyðingahatur og fordæma það með afgerandi hætti. Líklega er ástæðan sú að helstu Gyðingahatarar okkar tíma eru ekki Vesturlandabúar heldur herskáir íslamistar. Sjálf slagorð þeirra og stofnsáttmálar bera vitni um það. Í því samhengi má nefna slagorð Hútahreyfingarinnar sem inniheldur yfirlýsinguna, „Bölvun yfir Gyðingana.“ Auk þess má nefna stofnsáttmála Hamassamtakanna, en þar má finna orðin, „Þjónn Allah, það er Gyðingur á bak við mig, komdu og dreptu hann.“ Hér er ekki hægt að grípa í gömlu tugguna um að „eins manns hryðjuverkamaður sé annars manns frelsishetja“. Ofangreind samtök eru hryðjuverkasamtök sem eru bókstaflega grundvölluð á hatri. Hatri á þeim sem voga sér að skera sig úr og vera ólíkir öðrum. Hatri á Gyðingum. En hatrið mun ekki sigra. Gyðingaþjóðin mun ekki líða undir lok. Gyðingaþjóðin er sterk og getur staðið af sér allar þrengingar. Eftir krossferðirnar, eftir pogromin, eftir gúlögin, eftir jihödin og já, jafnvel eftir helförina, er Gyðingaþjóðin hér enn og hún mun vera hér áfram um ókomna tíð. Þessi grein er tileinkuð þeim sex milljónum Gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar