Kvenfrelsi, leikskóli og börn Björg Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2024 00:08 Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hafnarfjörður Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun