Frakkar í úrslit eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 18:43 Elohim Prandi reyndist hetja Frakka og skaut þeim í framlengingu. Christof Koepsel/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. Frakkar höfðu góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og náðu sex marka forskoti þegar liðið skoraði sex mörk í röð og breytti stöðunni úr 4-4 í 10-4 á stuttum kafla. Franska liðið náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, en leiddu með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-11. Það bjuggust líklega flestir við því að brekkan væri orðin heldur brött fyrir Svíana, en sænska liðið mætti af miklum krafti í síðari hálfleikinn. Sænska liðið skoraði sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 18-18. Franska liðið náði þó þriggja marka forystu á ný, en Svíar jöfnuðu fljótt aftur og náðu forystunni í stöðunni 22-23 þegar um tíu mínútur voru eftir. Svíar héldu eins til tveggja marka forystu það sem eftir lifði leiks og virtust vera að vinna gríðarlega sterkan eins marka sigur, 26-27. Boltinn var hins vegar dæmdur af Jim Gottfridsson á lokasekúndunum og Frakkar fengu einn séns til að jafna metin. Þeir fengu aukakast þegar tíminn var runninn út sem Elohim Prandi tók og hann náði að koma boltanum framhjá veggnum, í slána og þaðan fór hann í netið. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 27-27 og því þurfti að grípa til framlegningar til að skera úr um sigurvegara. Prandi sends us to Extra Time with a rocket!! pic.twitter.com/9LVn8GIfcw— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 26, 2024 Í framlengingunni reyndust Frakkar mun sterkari og þeir leiddu með tveimur mörkum þegar fyrri hálfleik hennar lauk, 30-28. Franska liðið náði svo fjögurra marka forystu þegar um tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30. Frakkar eru þar með á leið í úrslit EM þar sem liðið mætir annað hvort Danmörku eða Þýskalandi næsta sunnudag. Svíar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um bronsið. EM 2024 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Frakkar höfðu góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og náðu sex marka forskoti þegar liðið skoraði sex mörk í röð og breytti stöðunni úr 4-4 í 10-4 á stuttum kafla. Franska liðið náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, en leiddu með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-11. Það bjuggust líklega flestir við því að brekkan væri orðin heldur brött fyrir Svíana, en sænska liðið mætti af miklum krafti í síðari hálfleikinn. Sænska liðið skoraði sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 18-18. Franska liðið náði þó þriggja marka forystu á ný, en Svíar jöfnuðu fljótt aftur og náðu forystunni í stöðunni 22-23 þegar um tíu mínútur voru eftir. Svíar héldu eins til tveggja marka forystu það sem eftir lifði leiks og virtust vera að vinna gríðarlega sterkan eins marka sigur, 26-27. Boltinn var hins vegar dæmdur af Jim Gottfridsson á lokasekúndunum og Frakkar fengu einn séns til að jafna metin. Þeir fengu aukakast þegar tíminn var runninn út sem Elohim Prandi tók og hann náði að koma boltanum framhjá veggnum, í slána og þaðan fór hann í netið. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 27-27 og því þurfti að grípa til framlegningar til að skera úr um sigurvegara. Prandi sends us to Extra Time with a rocket!! pic.twitter.com/9LVn8GIfcw— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 26, 2024 Í framlengingunni reyndust Frakkar mun sterkari og þeir leiddu með tveimur mörkum þegar fyrri hálfleik hennar lauk, 30-28. Franska liðið náði svo fjögurra marka forystu þegar um tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30. Frakkar eru þar með á leið í úrslit EM þar sem liðið mætir annað hvort Danmörku eða Þýskalandi næsta sunnudag. Svíar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um bronsið.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti