Um­fjöllun: Valur - Fram 30-20 | Valur með tíu marka sigur á Fram

Dagur Lárusson skrifar
Elín Rósa í strangri gæslu.
Elín Rósa í strangri gæslu. Vísir/Anton Brink

Fyrir leikinn voru bæði lið á miklu flugi en Valur var í efsta sætinu með 26 stig á meðan Fram var í þriðja sætinu með 20 stig.

Gestirnir í Fram áttu nokkuð góða byrjun á leiknum en þetta var eini kaflinn í leiknum þar sem liðið náði að vera með forystuna, til dæmis í stöðunni 4-6. En eftir þann kafla fór toppliðið á flug.

Næstu sex mörk leiksins komu frá Valskonum og var staðan orðin 10-6 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Valur skoraði síðan sex mörk til viðbótar og Fram þrjú áður en fyrri hálfleikurinn var allur. Staðan 16-9 í hálfleik.Versti kafli gestanna í Fram kom í byrjun seinni hálfleiksins þegar liðið skoraði ekki mark fyrstu tíu mínúturnar á meðan Valur hélt uppteknum hætti og tók Einar Jónsson því leikhlé í stöðunni 20-10. Einar lét sínar stelpur heyra það.

Einar Jónsson lét sínar stelpur heyra það.Vísir/Anton Brink

Það leikhlé kom markaskorun Fram í gang í seinni hálfleiknum en það kom hins vegar ekki í veg fyrir markskorun Vals og því var munurinn yfirleitt tíu mörk á liðunum og urðu lokatölur 30-20 í N1-Höllinni

Afhverju vann Valur?

Það er einfaldlega ekki hægt að deila um það að leikmannahópur Vals er sá sterkasti í deildinni og gæðamunurinn á liðunum sást augljóslega í kvöld. Versti kafli Fram í byrjun seinni hálfleiks var samt sem áður óásættanlegur og kom í veg fyrir mögulega endurkomu gestanna. 

Hverjar stóðu upp úr?

Hildigunnur Einarsdóttir átti frábæran leik á línunni fyrir Val og skoraði sex mörk. Eins og venjulega átti Thea Imani og Lilja Ágústsdóttir frábæran leik einnig.

Hildigunnur skoraði sex mörk í kvöldVísir/Anton Brink

Hvað fór illa?

Fyrstu tíu mínútur fyrri hálfleiksins voru óásættanlegar og leikmenn Fram vita það hvað best. 

Hvað gerist næst?

Fram mætir ÍR í næsta leik liðsins á föstudaginn eftir viku en Valur fer norður og mætir KA/Þór á laugardaginn daginn eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira