Hafa aldrei klúðrað svo mörgum vítum á einu EM en einn toppar Ómar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 13:01 Ómari Inga Magnússyni gekk skelfilega á vítalínunni á þessu Evrópumóti. Vísir/Vilhelm Það kemur kannski ekki mörgum á óvart en íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aldrei verið með verri vítanýtingu á einu Evrópumóti en einmitt á mótinu í Þýskalandi sem kláraðist hjá íslenska landsliðinu á miðvikudaginn. Íslenska liðið nýtti aðeins 21 af 34 vítaköstum sínum á mótinu sem gerir tæplega 62 prósent vítanýtingu. Þetta er næstum því tuttugu prósent lægri vítanýting á mótinu 2022 þegar liðið skoraði úr 81 prósent víta sinna. Íslenska liðið klúðraði alls þrettán vítum á mótinu eða 1,9 að meðaltali í leik. Mest áður hafði íslenska liðið klikkað á ellefu vítaköstum á einu Evrópumóti en það var á EM í Svíþjóð 2002. Íslenska liðið lék samt einum leik fleira á því móti. Ómar Ingi Magnússon nýtti aðeins 53 prósent vítaskota sinna sem er næstversta vítanýting íslensk leikmanns á EM af þeim sem hafa tekið sex víti eða fleiri á einu móti. Metið óvinsæla á enn Arnór Þór Gunnarsson sem nýtti aðeins fimm af tíu vítum sínum á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð árið 2020. Ómar Ingi er þó ekki sá sem hefur klúðrað flestum vítaskotum á einu Evrópumóti en Ólafur Stefánsson klúðraði átta vítum á EM 2002. Ólafur skoraði hins vegar úr átján vítum og nýtt því 69 prósent víta sinna. Vítanýting Ómars Inga hrundi á milli Evrópumóta því hann var með 84 prósent vítanýtingu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum þegar hann skilaði 21 af 25 vítum í mark andstæðinganna. Þetta slæma þróun í vítanýtingu gerist á fyrsta stórmóti íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem sjálfur nýtti vítin sín best af öllum íslenskum leikmönnum í sögu EM eða 79 prósent. Enginn af þeim sem hafa tekið fleiri en átta vítaköst fyrir Ísland á EM eru með betri vítanýtingu en Snorri. Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM: 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21) 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18) 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23) 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19) Flest vítaklúður á einu EM: 13 - EM í Þýskalandi 2024 11 - EM í Svíþjóð 2022 9 - EM í Noregi 2008 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Flest víti fengin að meðatali: 5,3 - EM í Svíþjóð 2022 5,3 - EM í Sviss 2006 5,2 - EM í Króatíu 2000 4,9 - EM í Þýskalandi 2024 4,7 - EM í Póllandi 2016 Versta vítanýting leikmanns á einu EM: (Lágmark sex víti tekin) 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5) 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8) 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4) 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6) 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6) 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4) 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Sjá meira
Íslenska liðið nýtti aðeins 21 af 34 vítaköstum sínum á mótinu sem gerir tæplega 62 prósent vítanýtingu. Þetta er næstum því tuttugu prósent lægri vítanýting á mótinu 2022 þegar liðið skoraði úr 81 prósent víta sinna. Íslenska liðið klúðraði alls þrettán vítum á mótinu eða 1,9 að meðaltali í leik. Mest áður hafði íslenska liðið klikkað á ellefu vítaköstum á einu Evrópumóti en það var á EM í Svíþjóð 2002. Íslenska liðið lék samt einum leik fleira á því móti. Ómar Ingi Magnússon nýtti aðeins 53 prósent vítaskota sinna sem er næstversta vítanýting íslensk leikmanns á EM af þeim sem hafa tekið sex víti eða fleiri á einu móti. Metið óvinsæla á enn Arnór Þór Gunnarsson sem nýtti aðeins fimm af tíu vítum sínum á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð árið 2020. Ómar Ingi er þó ekki sá sem hefur klúðrað flestum vítaskotum á einu Evrópumóti en Ólafur Stefánsson klúðraði átta vítum á EM 2002. Ólafur skoraði hins vegar úr átján vítum og nýtt því 69 prósent víta sinna. Vítanýting Ómars Inga hrundi á milli Evrópumóta því hann var með 84 prósent vítanýtingu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum þegar hann skilaði 21 af 25 vítum í mark andstæðinganna. Þetta slæma þróun í vítanýtingu gerist á fyrsta stórmóti íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem sjálfur nýtti vítin sín best af öllum íslenskum leikmönnum í sögu EM eða 79 prósent. Enginn af þeim sem hafa tekið fleiri en átta vítaköst fyrir Ísland á EM eru með betri vítanýtingu en Snorri. Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM: 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21) 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18) 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23) 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19) Flest vítaklúður á einu EM: 13 - EM í Þýskalandi 2024 11 - EM í Svíþjóð 2022 9 - EM í Noregi 2008 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Flest víti fengin að meðatali: 5,3 - EM í Svíþjóð 2022 5,3 - EM í Sviss 2006 5,2 - EM í Króatíu 2000 4,9 - EM í Þýskalandi 2024 4,7 - EM í Póllandi 2016 Versta vítanýting leikmanns á einu EM: (Lágmark sex víti tekin) 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5) 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8) 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4) 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6) 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6) 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4) 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18)
Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM: 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21) 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18) 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23) 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19) Flest vítaklúður á einu EM: 13 - EM í Þýskalandi 2024 11 - EM í Svíþjóð 2022 9 - EM í Noregi 2008 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 Flest víti fengin að meðatali: 5,3 - EM í Svíþjóð 2022 5,3 - EM í Sviss 2006 5,2 - EM í Króatíu 2000 4,9 - EM í Þýskalandi 2024 4,7 - EM í Póllandi 2016 Versta vítanýting leikmanns á einu EM: (Lágmark sex víti tekin) 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5) 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8) 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4) 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6) 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6) 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4) 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Sjá meira