Ekki fallist á að fordómar gegn múslimum hafi verið ástæðan Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 08:57 Málið varðar starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum braut ekki lög með því að endurnýja ekki ráðningu manns í starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli sem taldi sig vera mismunað vegna trúar sinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála. Maðurinn, sem er múslimi, sagðist hafa upplifað mikla fordóma og jafnvel hatursorðræðu á starfstöð sinni á flugvellinum. Hann taldi að ástæða þess að hann hafi ekki fengið fastráðningu hafi verið sú að hann hafi búið lengi erlendis, sé í sambandi við konu sem er hælisleitandi, og hafi verið giftur konu frá Sádi-Arabíu. Lögreglustjórinn hafnaði þessu. Maðurinn hafi verið ráðinn til reynslu á tímabundnum samningi og starfað frá desembermánuði 2022 til mars 2023. Undir lok þess tímabils hafi frammistaða hans verið metin ófullnægjandi á flestum sviðum og ráðningarsamningurinn ekki endurnýjaður. Skömmu áður en sú ákvörðun var tekin hafði hann átt fund við stjórnendur embættisins í kjölfar kvartana vegna framkomu og vinnubragða hans. Í úrskurðinum sem málið varðar er haft eftir lögregluembættinu að maðurinn hafi í upprunalega umsóknarferlinu tekið fram að fyrra bragði að hann væri múslimi og þar af leiðandi sé litið svo á að trú hans hafi ekki haft áhrif á ákvörðun um ráðningu hans. Maðurinn vildi meina að hann hafi ekki fengið ábendingar um ófullnægjandi frammistöðu sína á meðan hann var í starfinu og vildi meina að hefði hann fengið að vita af henni hefði hann reynt að bæta sig. Úrskurðarnefndin komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hafi ekki brotið lög með því að endurnýja ekki ráðningarsamninginn. Gögn málsins bendi til þess að ástæða ákvörðunarinnar hafi verið frammistaða mannsins í starfi. Þar af leiðandi megi telja að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið að ákvörðuninni. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Trúmál Jafnréttismál Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Maðurinn, sem er múslimi, sagðist hafa upplifað mikla fordóma og jafnvel hatursorðræðu á starfstöð sinni á flugvellinum. Hann taldi að ástæða þess að hann hafi ekki fengið fastráðningu hafi verið sú að hann hafi búið lengi erlendis, sé í sambandi við konu sem er hælisleitandi, og hafi verið giftur konu frá Sádi-Arabíu. Lögreglustjórinn hafnaði þessu. Maðurinn hafi verið ráðinn til reynslu á tímabundnum samningi og starfað frá desembermánuði 2022 til mars 2023. Undir lok þess tímabils hafi frammistaða hans verið metin ófullnægjandi á flestum sviðum og ráðningarsamningurinn ekki endurnýjaður. Skömmu áður en sú ákvörðun var tekin hafði hann átt fund við stjórnendur embættisins í kjölfar kvartana vegna framkomu og vinnubragða hans. Í úrskurðinum sem málið varðar er haft eftir lögregluembættinu að maðurinn hafi í upprunalega umsóknarferlinu tekið fram að fyrra bragði að hann væri múslimi og þar af leiðandi sé litið svo á að trú hans hafi ekki haft áhrif á ákvörðun um ráðningu hans. Maðurinn vildi meina að hann hafi ekki fengið ábendingar um ófullnægjandi frammistöðu sína á meðan hann var í starfinu og vildi meina að hefði hann fengið að vita af henni hefði hann reynt að bæta sig. Úrskurðarnefndin komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hafi ekki brotið lög með því að endurnýja ekki ráðningarsamninginn. Gögn málsins bendi til þess að ástæða ákvörðunarinnar hafi verið frammistaða mannsins í starfi. Þar af leiðandi megi telja að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið að ákvörðuninni.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Trúmál Jafnréttismál Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira