Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2024 14:11 Breiðfylkingin svo kallaða vísaði deilu sinni við SA til ríkissáttasemjara í gær eftir margra vikna árangurslausar viðræður. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun vísaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata til ummæla Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í Ríkissjónvarpinu um að verkalýðshreyfingin yrði að draga úr kröfum sínum vegna útgjalda ríkisins í tengslum við hamfarirnar í Grindavík og viðbragða fjármálaráðherra við þeim ummælum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spyr hvort utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafi vísvitandi viljað hleypa illu blóði í kjaraviðræðurnar.Stöð 2/Arnar Nú væri búið vísa deilu breiðfylkingar ASÍ félaga til ríkissáttasemjara vegna lækkunar gagntilboðs Samtaka atvinnulífsins að sögn talsmanna breiðfylkingarinnar. Spurði Þórhildur Sunna fjármálaráðherrann hvert hafi verið markmið Bjarna með yfirlýsingum hans. „Var það til að hleypa illu blóði í kjaraviðræður. Var það til að stilla verkalýðshreyfingunni og launafólki upp á móti Grindvíkingum og draga úr samkennd samfélagsins með réttmætum kröfum þeirra um bætt lífsskilyrði? Eða var það til að breiða yfir að það stóð aldrei til að hálfu Sjálfstæðisflokksins að koma til móts við sjálfsagðar og eðlilegar kröfur um að millifærslukerfin okkar séu uppfærð í takt við tímann. Í takt við verðlag. Vegna þess að það er andstætt hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins,“ spurði Þórhildur Sunna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir fjárútlát ríkissjóðs vegna hamfaranna í Grindavík hljóta að hafa áhrif á getu ríkisins til annarra fjárútláta. Stöð 2/Ívar Fannar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það fyrst og síðast vera á ábyrgð aðila á vinnumarkaði að semja um kaup og kjör. Þrátt fyrir töluverða og of mikla aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum í gegnum tíðina, teldi hún gríðarlega verðmætt og mikilvægt að ná nú ábyrgum kjarasamningum til langs tíma. „Að sjálfsögðu er ekki með þessu markmið að hleypa illu blóði í kjaraviðræður þeirra. Það vill bara þannig til, og mér finnst það einhvern veginn liggja svo í augum uppi, að það ástand sem við erum í núna hefur að sjálfsögðu áhrif á getu ríkissjóðs. Og hvað getur talist eðlilegt, ábyrgt og skynsamlegt til skemmri tíma og lengri tíma að ríkisfjármálum sé beitt og hversu mikil viðbótarútgjöld eiga að vera til næstu ára,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík ASÍ Atvinnurekendur Tengdar fréttir Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun vísaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata til ummæla Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í Ríkissjónvarpinu um að verkalýðshreyfingin yrði að draga úr kröfum sínum vegna útgjalda ríkisins í tengslum við hamfarirnar í Grindavík og viðbragða fjármálaráðherra við þeim ummælum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spyr hvort utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafi vísvitandi viljað hleypa illu blóði í kjaraviðræðurnar.Stöð 2/Arnar Nú væri búið vísa deilu breiðfylkingar ASÍ félaga til ríkissáttasemjara vegna lækkunar gagntilboðs Samtaka atvinnulífsins að sögn talsmanna breiðfylkingarinnar. Spurði Þórhildur Sunna fjármálaráðherrann hvert hafi verið markmið Bjarna með yfirlýsingum hans. „Var það til að hleypa illu blóði í kjaraviðræður. Var það til að stilla verkalýðshreyfingunni og launafólki upp á móti Grindvíkingum og draga úr samkennd samfélagsins með réttmætum kröfum þeirra um bætt lífsskilyrði? Eða var það til að breiða yfir að það stóð aldrei til að hálfu Sjálfstæðisflokksins að koma til móts við sjálfsagðar og eðlilegar kröfur um að millifærslukerfin okkar séu uppfærð í takt við tímann. Í takt við verðlag. Vegna þess að það er andstætt hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins,“ spurði Þórhildur Sunna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir fjárútlát ríkissjóðs vegna hamfaranna í Grindavík hljóta að hafa áhrif á getu ríkisins til annarra fjárútláta. Stöð 2/Ívar Fannar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það fyrst og síðast vera á ábyrgð aðila á vinnumarkaði að semja um kaup og kjör. Þrátt fyrir töluverða og of mikla aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum í gegnum tíðina, teldi hún gríðarlega verðmætt og mikilvægt að ná nú ábyrgum kjarasamningum til langs tíma. „Að sjálfsögðu er ekki með þessu markmið að hleypa illu blóði í kjaraviðræður þeirra. Það vill bara þannig til, og mér finnst það einhvern veginn liggja svo í augum uppi, að það ástand sem við erum í núna hefur að sjálfsögðu áhrif á getu ríkissjóðs. Og hvað getur talist eðlilegt, ábyrgt og skynsamlegt til skemmri tíma og lengri tíma að ríkisfjármálum sé beitt og hversu mikil viðbótarútgjöld eiga að vera til næstu ára,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík ASÍ Atvinnurekendur Tengdar fréttir Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42
Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02
Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35
Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent