Útrýmum óvissu Grindvíkinga Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 08:30 Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. Flest erum við vanaföst og viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið en þegar atburðir gerast í kringum okkur sem við höfum litla eða enga stjórn á þá skapast ávallt mikil óvissa. Á mínum 20 ára ferli við að bregðast við náttúruhamförum víða um heim hef ég ítrekað upplifað það hvernig óvissan getur lamað heilu samfélögin. En ég hef líka upplifað hvernig sú óvissa hverfur þegar erfiðar ákvarðanir eru loks teknar, þá getur fólk farið að byggja líf sitt upp á nýtt. Óvissa er mjög lamandi, sér í lagi þegar hún snýr að grunnþörfum eins og húsnæði, framfærslu eða líðan barna þinna. Þú getur ekki tekið ákvarðanir nema í stuttan tíma í senn. Þú sættir þig við aðstæður ef þú veist að þær vara kannski bara í einhverjar vikur. En ef þér er sagt að þær aðstæður munu vara lengur, en ekki hversu lengi, þá getur ekki skipulagt framtíðina. Þó svo að ekkert okkar geti sett sig í spor Grindvíkinga, þá höfum við eflaust öll einhvern tíman á lífsleiðinni upplifað það hvernig óvissa lamar okkur. Við þekkjum það líka flest, hvað lífið varð miklu betra um leið og óvissan hvarf. Það er því eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera akkúrat núna fyrir Grindvíkinga er að fara í aðgerðir sem draga úr eða fjarlægja með öllu þá óvissu sem þau standa frammi fyrir. Vísindamenn treysta sér ekki til þess að áætla hversu langur tími þarf að líða þar til öruggt verður aftur að búa í Grindavík. Við höfum séð, t.d. í tengslum við eldgosin í Fagradalsfjalli að allt að ár getur liðið á milli atburða. Það væri því ekkert fjarri lagi að segja að eftir að vísindamenn telja að kvikusöfnun og landris sé lokið, þá þurfi að líða eitt ár áður en við getum sagt að atburðunum í nágrenni Grindavíkur sé lokið. Þær viðgerðir á innviðum sem farið er í áður en atburðunum er lokið getur verið töpuð vinna og þess vegna þarf að einblína næstu vikur og mánuði á það að vernda verðmæti. Það hefur einnig komið fram að það mun taka 6 til 9 mánuði að laga alla innviði. Við getum því reiknað með því að það gæti tekið allt að eitt og hálft til tvö ár áður en mögulegt verður fyrir fólk að flytja aftur í bæinn. Það eitt að ákveða að ekki verði flutt þarna aftur inn næstu tvö árin, er mjög erfið ákvörðun, en hún hjálpar til við að draga úr þeirri óvissu sem er til staðar. Hún breytir líka algjörlega þeirri sviðsmynd sem ríkið hefur sett upp um stuðning við íbúa Grindavíkur. Í stað skammtímalausna þarf að setja fókusinn á aðgerðir sem duga amk. til tveggja ára. Á sama tíma og Grindvíkingar lifa í mikilli óvissu þá erum við líka að upplifa tíma mikilla átaka í stjórnmálum, ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur einnig innan stjórnarflokkana. Það er freistandi fyrir okkur í stjórnarandstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fella ríkisstjórnina, enda hún fyrir löngu komin á síðasta söludag. Það er líka freistandi fyrir ólátabelgina innan stjórnarflokkana að láta öllum illum látum í von um að ofbjóða hinum flokkunum. Nú er hins vegar ástandið í þjóðfélaginu þannig að það hefur aldrei verið mikilvægara að grafa stríðsaxir og róa bátnum í sömu átt. Við þurfum að sameinast um það sameiginlega markmið okkar sem þjóðar að bregðast við þeim hamförum sem Grindvíkingar hafa orðið fyrir. Í því þverpólitíska samstarfi sem boðað hefur verið til er nauðsynlegt að við skiljum pólitísk átök milli flokka eftir um leið og umræður um Grindavík byrja. Við þurfum að hlusta hvort á annað og stjórnvöld þurfa að passa að nýta þá þekkingu og reynslu sem finna má innan stjórnarandstöðunnar og þann drifkraft sem ræður ríkjum hjá okkur í minnihlutanum að vinna öll mál tengd Grindavík eins hratt og vel og hægt er. Mikilvægast er þó að sjálfsögðu að við hlustum á Grindvíkinga sjálfa og tryggjum að þau fái frelsi til að velja sína framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. Flest erum við vanaföst og viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið en þegar atburðir gerast í kringum okkur sem við höfum litla eða enga stjórn á þá skapast ávallt mikil óvissa. Á mínum 20 ára ferli við að bregðast við náttúruhamförum víða um heim hef ég ítrekað upplifað það hvernig óvissan getur lamað heilu samfélögin. En ég hef líka upplifað hvernig sú óvissa hverfur þegar erfiðar ákvarðanir eru loks teknar, þá getur fólk farið að byggja líf sitt upp á nýtt. Óvissa er mjög lamandi, sér í lagi þegar hún snýr að grunnþörfum eins og húsnæði, framfærslu eða líðan barna þinna. Þú getur ekki tekið ákvarðanir nema í stuttan tíma í senn. Þú sættir þig við aðstæður ef þú veist að þær vara kannski bara í einhverjar vikur. En ef þér er sagt að þær aðstæður munu vara lengur, en ekki hversu lengi, þá getur ekki skipulagt framtíðina. Þó svo að ekkert okkar geti sett sig í spor Grindvíkinga, þá höfum við eflaust öll einhvern tíman á lífsleiðinni upplifað það hvernig óvissa lamar okkur. Við þekkjum það líka flest, hvað lífið varð miklu betra um leið og óvissan hvarf. Það er því eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera akkúrat núna fyrir Grindvíkinga er að fara í aðgerðir sem draga úr eða fjarlægja með öllu þá óvissu sem þau standa frammi fyrir. Vísindamenn treysta sér ekki til þess að áætla hversu langur tími þarf að líða þar til öruggt verður aftur að búa í Grindavík. Við höfum séð, t.d. í tengslum við eldgosin í Fagradalsfjalli að allt að ár getur liðið á milli atburða. Það væri því ekkert fjarri lagi að segja að eftir að vísindamenn telja að kvikusöfnun og landris sé lokið, þá þurfi að líða eitt ár áður en við getum sagt að atburðunum í nágrenni Grindavíkur sé lokið. Þær viðgerðir á innviðum sem farið er í áður en atburðunum er lokið getur verið töpuð vinna og þess vegna þarf að einblína næstu vikur og mánuði á það að vernda verðmæti. Það hefur einnig komið fram að það mun taka 6 til 9 mánuði að laga alla innviði. Við getum því reiknað með því að það gæti tekið allt að eitt og hálft til tvö ár áður en mögulegt verður fyrir fólk að flytja aftur í bæinn. Það eitt að ákveða að ekki verði flutt þarna aftur inn næstu tvö árin, er mjög erfið ákvörðun, en hún hjálpar til við að draga úr þeirri óvissu sem er til staðar. Hún breytir líka algjörlega þeirri sviðsmynd sem ríkið hefur sett upp um stuðning við íbúa Grindavíkur. Í stað skammtímalausna þarf að setja fókusinn á aðgerðir sem duga amk. til tveggja ára. Á sama tíma og Grindvíkingar lifa í mikilli óvissu þá erum við líka að upplifa tíma mikilla átaka í stjórnmálum, ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur einnig innan stjórnarflokkana. Það er freistandi fyrir okkur í stjórnarandstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fella ríkisstjórnina, enda hún fyrir löngu komin á síðasta söludag. Það er líka freistandi fyrir ólátabelgina innan stjórnarflokkana að láta öllum illum látum í von um að ofbjóða hinum flokkunum. Nú er hins vegar ástandið í þjóðfélaginu þannig að það hefur aldrei verið mikilvægara að grafa stríðsaxir og róa bátnum í sömu átt. Við þurfum að sameinast um það sameiginlega markmið okkar sem þjóðar að bregðast við þeim hamförum sem Grindvíkingar hafa orðið fyrir. Í því þverpólitíska samstarfi sem boðað hefur verið til er nauðsynlegt að við skiljum pólitísk átök milli flokka eftir um leið og umræður um Grindavík byrja. Við þurfum að hlusta hvort á annað og stjórnvöld þurfa að passa að nýta þá þekkingu og reynslu sem finna má innan stjórnarandstöðunnar og þann drifkraft sem ræður ríkjum hjá okkur í minnihlutanum að vinna öll mál tengd Grindavík eins hratt og vel og hægt er. Mikilvægast er þó að sjálfsögðu að við hlustum á Grindvíkinga sjálfa og tryggjum að þau fái frelsi til að velja sína framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun