Útrýmum óvissu Grindvíkinga Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 08:30 Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. Flest erum við vanaföst og viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið en þegar atburðir gerast í kringum okkur sem við höfum litla eða enga stjórn á þá skapast ávallt mikil óvissa. Á mínum 20 ára ferli við að bregðast við náttúruhamförum víða um heim hef ég ítrekað upplifað það hvernig óvissan getur lamað heilu samfélögin. En ég hef líka upplifað hvernig sú óvissa hverfur þegar erfiðar ákvarðanir eru loks teknar, þá getur fólk farið að byggja líf sitt upp á nýtt. Óvissa er mjög lamandi, sér í lagi þegar hún snýr að grunnþörfum eins og húsnæði, framfærslu eða líðan barna þinna. Þú getur ekki tekið ákvarðanir nema í stuttan tíma í senn. Þú sættir þig við aðstæður ef þú veist að þær vara kannski bara í einhverjar vikur. En ef þér er sagt að þær aðstæður munu vara lengur, en ekki hversu lengi, þá getur ekki skipulagt framtíðina. Þó svo að ekkert okkar geti sett sig í spor Grindvíkinga, þá höfum við eflaust öll einhvern tíman á lífsleiðinni upplifað það hvernig óvissa lamar okkur. Við þekkjum það líka flest, hvað lífið varð miklu betra um leið og óvissan hvarf. Það er því eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera akkúrat núna fyrir Grindvíkinga er að fara í aðgerðir sem draga úr eða fjarlægja með öllu þá óvissu sem þau standa frammi fyrir. Vísindamenn treysta sér ekki til þess að áætla hversu langur tími þarf að líða þar til öruggt verður aftur að búa í Grindavík. Við höfum séð, t.d. í tengslum við eldgosin í Fagradalsfjalli að allt að ár getur liðið á milli atburða. Það væri því ekkert fjarri lagi að segja að eftir að vísindamenn telja að kvikusöfnun og landris sé lokið, þá þurfi að líða eitt ár áður en við getum sagt að atburðunum í nágrenni Grindavíkur sé lokið. Þær viðgerðir á innviðum sem farið er í áður en atburðunum er lokið getur verið töpuð vinna og þess vegna þarf að einblína næstu vikur og mánuði á það að vernda verðmæti. Það hefur einnig komið fram að það mun taka 6 til 9 mánuði að laga alla innviði. Við getum því reiknað með því að það gæti tekið allt að eitt og hálft til tvö ár áður en mögulegt verður fyrir fólk að flytja aftur í bæinn. Það eitt að ákveða að ekki verði flutt þarna aftur inn næstu tvö árin, er mjög erfið ákvörðun, en hún hjálpar til við að draga úr þeirri óvissu sem er til staðar. Hún breytir líka algjörlega þeirri sviðsmynd sem ríkið hefur sett upp um stuðning við íbúa Grindavíkur. Í stað skammtímalausna þarf að setja fókusinn á aðgerðir sem duga amk. til tveggja ára. Á sama tíma og Grindvíkingar lifa í mikilli óvissu þá erum við líka að upplifa tíma mikilla átaka í stjórnmálum, ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur einnig innan stjórnarflokkana. Það er freistandi fyrir okkur í stjórnarandstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fella ríkisstjórnina, enda hún fyrir löngu komin á síðasta söludag. Það er líka freistandi fyrir ólátabelgina innan stjórnarflokkana að láta öllum illum látum í von um að ofbjóða hinum flokkunum. Nú er hins vegar ástandið í þjóðfélaginu þannig að það hefur aldrei verið mikilvægara að grafa stríðsaxir og róa bátnum í sömu átt. Við þurfum að sameinast um það sameiginlega markmið okkar sem þjóðar að bregðast við þeim hamförum sem Grindvíkingar hafa orðið fyrir. Í því þverpólitíska samstarfi sem boðað hefur verið til er nauðsynlegt að við skiljum pólitísk átök milli flokka eftir um leið og umræður um Grindavík byrja. Við þurfum að hlusta hvort á annað og stjórnvöld þurfa að passa að nýta þá þekkingu og reynslu sem finna má innan stjórnarandstöðunnar og þann drifkraft sem ræður ríkjum hjá okkur í minnihlutanum að vinna öll mál tengd Grindavík eins hratt og vel og hægt er. Mikilvægast er þó að sjálfsögðu að við hlustum á Grindvíkinga sjálfa og tryggjum að þau fái frelsi til að velja sína framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. Flest erum við vanaföst og viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið en þegar atburðir gerast í kringum okkur sem við höfum litla eða enga stjórn á þá skapast ávallt mikil óvissa. Á mínum 20 ára ferli við að bregðast við náttúruhamförum víða um heim hef ég ítrekað upplifað það hvernig óvissan getur lamað heilu samfélögin. En ég hef líka upplifað hvernig sú óvissa hverfur þegar erfiðar ákvarðanir eru loks teknar, þá getur fólk farið að byggja líf sitt upp á nýtt. Óvissa er mjög lamandi, sér í lagi þegar hún snýr að grunnþörfum eins og húsnæði, framfærslu eða líðan barna þinna. Þú getur ekki tekið ákvarðanir nema í stuttan tíma í senn. Þú sættir þig við aðstæður ef þú veist að þær vara kannski bara í einhverjar vikur. En ef þér er sagt að þær aðstæður munu vara lengur, en ekki hversu lengi, þá getur ekki skipulagt framtíðina. Þó svo að ekkert okkar geti sett sig í spor Grindvíkinga, þá höfum við eflaust öll einhvern tíman á lífsleiðinni upplifað það hvernig óvissa lamar okkur. Við þekkjum það líka flest, hvað lífið varð miklu betra um leið og óvissan hvarf. Það er því eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera akkúrat núna fyrir Grindvíkinga er að fara í aðgerðir sem draga úr eða fjarlægja með öllu þá óvissu sem þau standa frammi fyrir. Vísindamenn treysta sér ekki til þess að áætla hversu langur tími þarf að líða þar til öruggt verður aftur að búa í Grindavík. Við höfum séð, t.d. í tengslum við eldgosin í Fagradalsfjalli að allt að ár getur liðið á milli atburða. Það væri því ekkert fjarri lagi að segja að eftir að vísindamenn telja að kvikusöfnun og landris sé lokið, þá þurfi að líða eitt ár áður en við getum sagt að atburðunum í nágrenni Grindavíkur sé lokið. Þær viðgerðir á innviðum sem farið er í áður en atburðunum er lokið getur verið töpuð vinna og þess vegna þarf að einblína næstu vikur og mánuði á það að vernda verðmæti. Það hefur einnig komið fram að það mun taka 6 til 9 mánuði að laga alla innviði. Við getum því reiknað með því að það gæti tekið allt að eitt og hálft til tvö ár áður en mögulegt verður fyrir fólk að flytja aftur í bæinn. Það eitt að ákveða að ekki verði flutt þarna aftur inn næstu tvö árin, er mjög erfið ákvörðun, en hún hjálpar til við að draga úr þeirri óvissu sem er til staðar. Hún breytir líka algjörlega þeirri sviðsmynd sem ríkið hefur sett upp um stuðning við íbúa Grindavíkur. Í stað skammtímalausna þarf að setja fókusinn á aðgerðir sem duga amk. til tveggja ára. Á sama tíma og Grindvíkingar lifa í mikilli óvissu þá erum við líka að upplifa tíma mikilla átaka í stjórnmálum, ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur einnig innan stjórnarflokkana. Það er freistandi fyrir okkur í stjórnarandstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fella ríkisstjórnina, enda hún fyrir löngu komin á síðasta söludag. Það er líka freistandi fyrir ólátabelgina innan stjórnarflokkana að láta öllum illum látum í von um að ofbjóða hinum flokkunum. Nú er hins vegar ástandið í þjóðfélaginu þannig að það hefur aldrei verið mikilvægara að grafa stríðsaxir og róa bátnum í sömu átt. Við þurfum að sameinast um það sameiginlega markmið okkar sem þjóðar að bregðast við þeim hamförum sem Grindvíkingar hafa orðið fyrir. Í því þverpólitíska samstarfi sem boðað hefur verið til er nauðsynlegt að við skiljum pólitísk átök milli flokka eftir um leið og umræður um Grindavík byrja. Við þurfum að hlusta hvort á annað og stjórnvöld þurfa að passa að nýta þá þekkingu og reynslu sem finna má innan stjórnarandstöðunnar og þann drifkraft sem ræður ríkjum hjá okkur í minnihlutanum að vinna öll mál tengd Grindavík eins hratt og vel og hægt er. Mikilvægast er þó að sjálfsögðu að við hlustum á Grindvíkinga sjálfa og tryggjum að þau fái frelsi til að velja sína framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun