Viktor með tárin í augunum eftir leik: „Þetta er ógeðslega svekkjandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 17:02 Viktor Gísli Hallgrímsson átti erfitt með sig í leikslok. Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson varði frábærlega í fyrri hálfleiknum á móti Austurríki en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari. Þrátt fyrir tveggja marka sigur var íslenski markvörðurinn með tárin í augunum eftir leikinn. Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Sjá meira
Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Sjá meira