„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 16:34 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr eftir að íslenska liðið kastaði frá sér forystunni í dag. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. „Ég hef bara ekki nein frábær svör fyrir ykkur, því miður. Við komum bara mjög flatir út í seinni hálfleik og eðlilega er það ekki uppleggið og við erum bara ekki í sama takti og í fyrri hálfleik. Við náum engan veginn að fylgja honum eftir sem er eðlilega bara svekkjandi og það svíður,“ sagði Snorri í leikslok, en fimm marka sigur hefði komið íslenska liðinu í vænlega stöðu um að vinna sér inn sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana. „Enn og aftur er markmaðurinn í hinu liðinu maður leiksins og við erum búnir að fara oft yfir það að það er ekki góður kokteill. Það er alveg fínt að vinna leikinn en tilfinningin er ekki þannig.“ Til að eiga möguleika á sæti í umspili fyrir ÓL þurfa íslensku strákarnir nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum síðar í dag og Snorri segir það ekki góða tilfinningu. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Austurríkisleikinn „Ég held að þú skynjir það bara hvernig mönnum líður og hafir séð það inni á vellinum í lok leiks. Auðvitað vorum við að spila á móti spútnik liðinu og allt það, en við náðum þessu í þann farveg sem við vildum og það er fáránlega svekkjandi að hafa á svona stuttum tíma í seinni hálfleik bara kastað því forskoti frá okkur,“ sagði Snorri, en íslenska liðið fór með sex marka forskot inn í hálfleikshléið áður en sóknarleikur liðsins hrundi á stórum kafla í síðari hálfleik. Snorri var nú að klára sitt fyrsta mót sem þjálfari íslenska landsliðsins og þrátt fyrir að vera ekki kominn á þann stað að vera farinn að gera upp mótið segist hann hafa lært ýmislegt. „Ég er nú ekki kominn svo langt að vera búinn að gera upp mótið, en ég er búinn að læra mikið. Þetta er búið að vera erfitt, gaman og allt í bland. Núna þarf ég bara tíma til að melta þetta og gera þetta upp. Í heildina litið er spilamennskan bar ekki nægilega góð og ég er fúll yfir niðurstöðunni.“ Þá segir hann einnig að mótið í heild sinni hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ef þú spyrð mig núna þá líður mér eins og þetta séu vonbrigði. Auðvitað er stutt á milli í þessu öllu saman, en mér fannst við eiga inni á löngum köflum og mér fannst við ekki ná nægilega oft upp okkar bestu frammistöðu. Þannig að já, við getum alveg kallað þetta vonbrigði,“ sagði Snorri að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Ég hef bara ekki nein frábær svör fyrir ykkur, því miður. Við komum bara mjög flatir út í seinni hálfleik og eðlilega er það ekki uppleggið og við erum bara ekki í sama takti og í fyrri hálfleik. Við náum engan veginn að fylgja honum eftir sem er eðlilega bara svekkjandi og það svíður,“ sagði Snorri í leikslok, en fimm marka sigur hefði komið íslenska liðinu í vænlega stöðu um að vinna sér inn sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana. „Enn og aftur er markmaðurinn í hinu liðinu maður leiksins og við erum búnir að fara oft yfir það að það er ekki góður kokteill. Það er alveg fínt að vinna leikinn en tilfinningin er ekki þannig.“ Til að eiga möguleika á sæti í umspili fyrir ÓL þurfa íslensku strákarnir nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum síðar í dag og Snorri segir það ekki góða tilfinningu. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Austurríkisleikinn „Ég held að þú skynjir það bara hvernig mönnum líður og hafir séð það inni á vellinum í lok leiks. Auðvitað vorum við að spila á móti spútnik liðinu og allt það, en við náðum þessu í þann farveg sem við vildum og það er fáránlega svekkjandi að hafa á svona stuttum tíma í seinni hálfleik bara kastað því forskoti frá okkur,“ sagði Snorri, en íslenska liðið fór með sex marka forskot inn í hálfleikshléið áður en sóknarleikur liðsins hrundi á stórum kafla í síðari hálfleik. Snorri var nú að klára sitt fyrsta mót sem þjálfari íslenska landsliðsins og þrátt fyrir að vera ekki kominn á þann stað að vera farinn að gera upp mótið segist hann hafa lært ýmislegt. „Ég er nú ekki kominn svo langt að vera búinn að gera upp mótið, en ég er búinn að læra mikið. Þetta er búið að vera erfitt, gaman og allt í bland. Núna þarf ég bara tíma til að melta þetta og gera þetta upp. Í heildina litið er spilamennskan bar ekki nægilega góð og ég er fúll yfir niðurstöðunni.“ Þá segir hann einnig að mótið í heild sinni hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ef þú spyrð mig núna þá líður mér eins og þetta séu vonbrigði. Auðvitað er stutt á milli í þessu öllu saman, en mér fannst við eiga inni á löngum köflum og mér fannst við ekki ná nægilega oft upp okkar bestu frammistöðu. Þannig að já, við getum alveg kallað þetta vonbrigði,“ sagði Snorri að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15