Tjaldið tekið niður Jón Þór Stefánsson skrifar 24. janúar 2024 14:00 Tjaldið hefur staðið við Alþingishúsið í tæpan mánuð. Vísir/Einar Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. „Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40