Við sjáum fyrir endann á sveiflunum Hildur Eiríksdóttir skrifar 24. janúar 2024 12:31 Í upphafi síðasta árs horfðum við björtum augum á verðbréfamarkaðina. Við vonuðum að vaxtahækkanir væri langt komnar og að eftir þungt ár á verðbréfamörkuðum biðu okkar betri tímar. Næstu mánuðir buðu aftur á móti upp á áframhaldandi þyngsli. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans var ólokið og hækkanirnar nú orðnar 14 og stýrivextir standa í 9,25%. Verðbólga hefur hins vegar lækkað á Íslandi undanfarið er nú 7,7%. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti undir högg að sækja og lækkaði mjög í lítilli veltu framan af ári, en tók aftur við sér á síðustu vikum 2023. Stjórn Marel hafnaði fyrsta yfirtökutilboði JBT og setti þar ákveðinn botn í verð á markaði og vel heppnuð skráning Ísfélagsins var jákvæð frétt inn á markaðinn. Auk þess sýndi salan á Kerecis til erlendra aðila hvað er hægt að gera með hugviti, áræðni og eljusemi. Heilt yfir réttlætti verðlagningin á hlutabréfum sem skráð eru í Kauphöllina hækkunina undir lok árs og árshlutauppgjör félaga voru heilt yfir góð á síðasta ári. Óvissa veldur sveiflunum Annað sem valdið hefur óvissu eru yfirstandandi kjarasamningar, en tónninn í þeim bendir til þess að allir vilji leggjast á eitt við að ná lengri samningum og stuðla að friði á vinnumarkaði, sem er ein af forsendum árangurs í baráttunni við verðbólguna. Eins liggur fyrir að á þessu ári og því næsta er komið að endurákvörðun vaxta stórs hluta íbúðalána og vert að árétta mikilvægi þess fyrir fólk að leita sér ráðgjafar og taka ákvarðanir um næstu skref að vel athuguðu máli. Rétt eins og máli skiptir hvernig sparnaðurinn okkar er samsettur, þá skiptir líka máli hvernig húsnæðislánið lítur út. Á undanförnum vikum hafa náttúruöflin minnt á sig á Íslandi og hugur allra hjá Grindvíkingum vegna áhrifa eldgosa þar. Þróun erlendis hefur líka verið óheillavænleg, ekki aðeins að átök í Úkraínu hafi haldið áfram, heldur líka hörmungarástandið á Gaza. Áhugavert er hins vegar varðandi verðbréfamarkaði, ef þróun þeirra er sett í samhengi við átök, að oft eiga þeir erfiðast uppdráttar í aðdraganda átaka, en hafa tilhneigingu til að ná jafnvægi þegar þau hafa brotist út. Eins undarlega og það hljómar, þá virðist óvissan valda meiri sveiflum en þegar átökin raungerast. Miklar væntingar eru til gervigreindar Á síðasta ári var gervigreindin fyrirferðarmikil á erlendum verðbréfamörkuðum og áhugavert að bera saman, milli árana 2022 og 2023, hversu oft var minnst á hana í uppgjörum stærstu tæknifélaganna. Í fyrstu uppgjörum árið 2022 var það 6 sinnum, en 60 sinnum í sömu uppgjörum ári síðar. Áhugavert verður að fylgjast með verðþróun stærstu tæknifélag í ljósi mikilla væntinga til nýrrar tækni. Innleitt var í lög á árinu að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Fjármálafyrirtækjum ber að kynna sjálfbærni fyrir fjárfestum og spyrja út í sjálfbærnióskir þeirra í hæfismati í tengslum við fjárfestingarráðgjöf og eignastýringarþjónustu. Vöruframboð á innlenda markaðnum með slíkar fjármálaafurðir er enn sem komið er mjög takmarkað en erlendis er flóran fjölbreyttari og því hægt að bjóða upp á vörur þaðan á meðan vöruframboð innalands er í þróun. Markmiðið með innleiðingu laganna er að samræma hvernig upplýsingum er skilað, þeim miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagnið getur verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Huga þarf að áhættuþoli hvers og eins Til að draga saman síðasta ár á verðbréfamarkaði þá var það annað árið í röð þar sem fjárfestar fengu tækifæri til að reyna á áhættuþolið. Yfir lengra tímabil hefur hins vegar sýnt sig ákveðin víxlverkun milli hlutabréfa og skuldabréfa, því skuldabréfin sveiflast almennt minna og skila minni ávöxtun yfir langan tíma en hlutabréfin geta sveiflast meira en hafa á móti skilað meiru til lengri tíma litið. Til að dreifa áhættu er því best að byggja á blönduðu og vel dreifðu eignasafni, þar sem hlutfallið milli hlutabréfa og skuldabréfa endurspeglar það áhættuþol sem fjárfestinum líður vel með. Í nóvember féll frá Charlie Munger, goðsögn á fjármálamarkaði, hægri hönd Warren Buffett og stjórnarmaður til áratuga hjá Berkshire Hathaway. Margt hefur verið haft eftir Charlie Munger í gegnum tíðina, en ef er litið til síðustu tveggja ára á verðbréfamarkaði þá finnst mér kristallast í hans orðum að árangur á verðbréfamarkaði snúist ekki um að kaupa og selja heldur að bíða af sér sveiflurnar með langtímaárangur í huga. Með orð þessa merka fjárfestis í huga, sem átti aðeins nokkrar vikur í 100 ára afmælið sitt, höldum við inn í nýtt ár, þar sem verðbréfamarkaðir eru meira í takti við það sem við eigum að venjast og vonum að friður skapist á átakasvæðum, vinnumarkaði og að við fáum lifað í samlyndi við náttúruöflin. Höfundur er forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Íslandsbanki Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi síðasta árs horfðum við björtum augum á verðbréfamarkaðina. Við vonuðum að vaxtahækkanir væri langt komnar og að eftir þungt ár á verðbréfamörkuðum biðu okkar betri tímar. Næstu mánuðir buðu aftur á móti upp á áframhaldandi þyngsli. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans var ólokið og hækkanirnar nú orðnar 14 og stýrivextir standa í 9,25%. Verðbólga hefur hins vegar lækkað á Íslandi undanfarið er nú 7,7%. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti undir högg að sækja og lækkaði mjög í lítilli veltu framan af ári, en tók aftur við sér á síðustu vikum 2023. Stjórn Marel hafnaði fyrsta yfirtökutilboði JBT og setti þar ákveðinn botn í verð á markaði og vel heppnuð skráning Ísfélagsins var jákvæð frétt inn á markaðinn. Auk þess sýndi salan á Kerecis til erlendra aðila hvað er hægt að gera með hugviti, áræðni og eljusemi. Heilt yfir réttlætti verðlagningin á hlutabréfum sem skráð eru í Kauphöllina hækkunina undir lok árs og árshlutauppgjör félaga voru heilt yfir góð á síðasta ári. Óvissa veldur sveiflunum Annað sem valdið hefur óvissu eru yfirstandandi kjarasamningar, en tónninn í þeim bendir til þess að allir vilji leggjast á eitt við að ná lengri samningum og stuðla að friði á vinnumarkaði, sem er ein af forsendum árangurs í baráttunni við verðbólguna. Eins liggur fyrir að á þessu ári og því næsta er komið að endurákvörðun vaxta stórs hluta íbúðalána og vert að árétta mikilvægi þess fyrir fólk að leita sér ráðgjafar og taka ákvarðanir um næstu skref að vel athuguðu máli. Rétt eins og máli skiptir hvernig sparnaðurinn okkar er samsettur, þá skiptir líka máli hvernig húsnæðislánið lítur út. Á undanförnum vikum hafa náttúruöflin minnt á sig á Íslandi og hugur allra hjá Grindvíkingum vegna áhrifa eldgosa þar. Þróun erlendis hefur líka verið óheillavænleg, ekki aðeins að átök í Úkraínu hafi haldið áfram, heldur líka hörmungarástandið á Gaza. Áhugavert er hins vegar varðandi verðbréfamarkaði, ef þróun þeirra er sett í samhengi við átök, að oft eiga þeir erfiðast uppdráttar í aðdraganda átaka, en hafa tilhneigingu til að ná jafnvægi þegar þau hafa brotist út. Eins undarlega og það hljómar, þá virðist óvissan valda meiri sveiflum en þegar átökin raungerast. Miklar væntingar eru til gervigreindar Á síðasta ári var gervigreindin fyrirferðarmikil á erlendum verðbréfamörkuðum og áhugavert að bera saman, milli árana 2022 og 2023, hversu oft var minnst á hana í uppgjörum stærstu tæknifélaganna. Í fyrstu uppgjörum árið 2022 var það 6 sinnum, en 60 sinnum í sömu uppgjörum ári síðar. Áhugavert verður að fylgjast með verðþróun stærstu tæknifélag í ljósi mikilla væntinga til nýrrar tækni. Innleitt var í lög á árinu að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Fjármálafyrirtækjum ber að kynna sjálfbærni fyrir fjárfestum og spyrja út í sjálfbærnióskir þeirra í hæfismati í tengslum við fjárfestingarráðgjöf og eignastýringarþjónustu. Vöruframboð á innlenda markaðnum með slíkar fjármálaafurðir er enn sem komið er mjög takmarkað en erlendis er flóran fjölbreyttari og því hægt að bjóða upp á vörur þaðan á meðan vöruframboð innalands er í þróun. Markmiðið með innleiðingu laganna er að samræma hvernig upplýsingum er skilað, þeim miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagnið getur verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Huga þarf að áhættuþoli hvers og eins Til að draga saman síðasta ár á verðbréfamarkaði þá var það annað árið í röð þar sem fjárfestar fengu tækifæri til að reyna á áhættuþolið. Yfir lengra tímabil hefur hins vegar sýnt sig ákveðin víxlverkun milli hlutabréfa og skuldabréfa, því skuldabréfin sveiflast almennt minna og skila minni ávöxtun yfir langan tíma en hlutabréfin geta sveiflast meira en hafa á móti skilað meiru til lengri tíma litið. Til að dreifa áhættu er því best að byggja á blönduðu og vel dreifðu eignasafni, þar sem hlutfallið milli hlutabréfa og skuldabréfa endurspeglar það áhættuþol sem fjárfestinum líður vel með. Í nóvember féll frá Charlie Munger, goðsögn á fjármálamarkaði, hægri hönd Warren Buffett og stjórnarmaður til áratuga hjá Berkshire Hathaway. Margt hefur verið haft eftir Charlie Munger í gegnum tíðina, en ef er litið til síðustu tveggja ára á verðbréfamarkaði þá finnst mér kristallast í hans orðum að árangur á verðbréfamarkaði snúist ekki um að kaupa og selja heldur að bíða af sér sveiflurnar með langtímaárangur í huga. Með orð þessa merka fjárfestis í huga, sem átti aðeins nokkrar vikur í 100 ára afmælið sitt, höldum við inn í nýtt ár, þar sem verðbréfamarkaðir eru meira í takti við það sem við eigum að venjast og vonum að friður skapist á átakasvæðum, vinnumarkaði og að við fáum lifað í samlyndi við náttúruöflin. Höfundur er forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun