Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2024 06:46 Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn bíða aðfanga til að geta gert við laugina á Þingeyri. Aðföngin komi í febrúar. Vísir Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. Ljóst varð í nóvember síðastliðnum að ráðast þyrfti í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar í bænum. Í ljós kom að dúkur laugarinnar var ónýtur með þeim afleiðingum að sundlaugin lak. Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins, 1996 og var því orðinn 28 ára gamall. Almennt er endingartími um tuttugu ár. Tólf milljón króna framkvæmd „Við erum að bíða eftir aðföngum. Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í skriflegu svari til Vísis. „Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta. Við eigum von á því að fá aðföngin í febrúar og þá verður strax hafist handa við að skipta. Það er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 12. mkr.“ Dugleg að mæta en sakna laugarinnar Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Þingeyrar, segir í samtali við Vísi að fastagestir hafi verið duglegir að mæta undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir að laugarinnar sé sárt saknað. „Þetta er lítið þorp og þetta er félagsmiðstöð þorpsbúa, þannig að hennar er sárt saknað. En við erum með íþróttasal, rækt, heita potta og sánu. Fólk er mjög duglegt að mæta í það. Sem betur fer, en það sárvantar liðkunina og styrkinguna sem fylgir sundinu,“ segir Þorbjörg. Hún segir að auk þess hafi ekki verið hægt að taka á móti grunnskólakrökkum í skólasundi. Von sé á aðföngum um miðjan febrúar og segir Þorbjörg að framkvæmdir muni taka rúma viku. „Við bara vonum að það standist allt saman. Við erum farin að láta okkur hlakka til að skrúfa frá vatninu.“ Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Ljóst varð í nóvember síðastliðnum að ráðast þyrfti í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar í bænum. Í ljós kom að dúkur laugarinnar var ónýtur með þeim afleiðingum að sundlaugin lak. Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins, 1996 og var því orðinn 28 ára gamall. Almennt er endingartími um tuttugu ár. Tólf milljón króna framkvæmd „Við erum að bíða eftir aðföngum. Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í skriflegu svari til Vísis. „Það þarf að skipta um dúkinn í sundlauginni og setja nýja stúta. Við eigum von á því að fá aðföngin í febrúar og þá verður strax hafist handa við að skipta. Það er gert ráð fyrir að framkvæmdin kosti 12. mkr.“ Dugleg að mæta en sakna laugarinnar Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Sundlaugar og íþróttamiðstöðvar Þingeyrar, segir í samtali við Vísi að fastagestir hafi verið duglegir að mæta undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir að laugarinnar sé sárt saknað. „Þetta er lítið þorp og þetta er félagsmiðstöð þorpsbúa, þannig að hennar er sárt saknað. En við erum með íþróttasal, rækt, heita potta og sánu. Fólk er mjög duglegt að mæta í það. Sem betur fer, en það sárvantar liðkunina og styrkinguna sem fylgir sundinu,“ segir Þorbjörg. Hún segir að auk þess hafi ekki verið hægt að taka á móti grunnskólakrökkum í skólasundi. Von sé á aðföngum um miðjan febrúar og segir Þorbjörg að framkvæmdir muni taka rúma viku. „Við bara vonum að það standist allt saman. Við erum farin að láta okkur hlakka til að skrúfa frá vatninu.“
Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira