Tóku brúðkaupsmyndirnar í Melabúðinni: „Skemmtilegasta búðin á landinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:20 Ef vel er að gáð má sjá að myndin er í raun fjölskyldumynd. Aldís Pálsdóttir Þau Klara Rún Ragnarsdóttir og Birgir Már Arnórsson gengu nýlega í hjónaband. En í stað hinna hefðbundnu brúðkaupsmynda sem gjarnan eru teknar í náttúrunni eða í ljósmyndaveri í tilefni þess áfanga ákváðu þau að myndirnar yrðu teknar í Melabúðinni. Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“ Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira
Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“
Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira