Úrvalsdeildin í pílukasti hefst þann 1. febrúar næstkomandi og eru aðeins átta keppendur sem fá þátttökurétt. Littler, sem vfagnaði 17 ára afmæli sínu síðasta sunnudag, er að taka þátt í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn.
Nafnarnir Luke Littler og Humphries mættust síðast í opinberum leik í úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti þann 3. janúar síðastliðinn. Littler skaust heldur betur upp á stjörnuhimininn á heimsmeistaramótinu og komst alla leið í úrslit, en þurfti þar að sætta sig við tap gegn Humphries.
Littler fær því tækifæri til að hefna fyrir tapið strax á fyrsta degi úrvalsdeildarinnar eftir rétt rúma viku. Littler lét tapið á heimsmeistaramótinu ekki á sig fá og sigraði Bahrain Masters mótið þann 19. janúar síðastliðinn þar sem hann gerði gott betur og varð sá yngsti í sögunni til að klára níu pílna legg í sjónvörpuðum leik. Það var hans fyrsti sigur á móti á vegum PDC-samtakana