Snorri: Óttast dómínó-áhrif og ætlar ekki að reikna Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2024 22:15 Snorri Steinn Guðjónsson virtist við hestaheilsu þegar hann ræddi við fjölmiðla í dag en það sama er ekki hægt að segja um nokkra leikmenn hans. VÍSIR/VILHELM „Svona er þetta bara og við vinnum með það sem við höfum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sem bar sig vel í dag þrátt fyrir mikil skakkaföll í íslenska liðinu á EM í handbolta. Hann vill lítið spá í hve stóran sigur Ísland gæti þurft gegn Austurríki á morgun. Fjórir leikmenn liðsins voru inn á herbergi sínu í dag, veikir, þegar hópurinn hitti fjölmiðla á hóteli landsliðsins. Þá er Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddur og missir af leiknum mikilvæga við Austurríki á morgun, rétt eins og Ýmir Örn Gíslason sem tekur út leikbann. Snorri kallaði á Teit Örn Einarsson í morgun og segir mögulegt að fleiri nýir leikmenn komi inn í hópinn áður en leikur við Austurríki hefst. En hvernig er staðan á þeim veiku; Ómari Inga Magnússyni, Janusi Daða Smárasyni, Kristjáni Erni Kristjánssyni (eða Donna) og Óðni Þór Ríkharðssyni? „Þeir eru fárveikir“ „Ég fæ nú bara upplýsingar um hvort að menn séu leikfærir eða ekki. En þeir eru fárveikir, Ómar og Janus [sem misstu af leiknum við Króatíu]. Það væri ekki möguleiki fyrir neinn af þessum strákum að spila í dag. Menn eru ekkert að leika sér að þessu. Allir tilbúnir að gera allt til þess að spila en þegar þeir segjast vera fárveikir þá eru þeir það. Maður óttast auðvitað dómínó-áhrif. Hvað gerist á morgun og allt það. En ég reyni að velta mér ekki mikið upp úr þessu. Þetta er bara svona og ég verð með lið til að vinna leik á morgun,“ sagði Snorri í hádeginu í dag. Klippa: Snorri þarf að glíma við skakkaföll Snorri var vissulega vonsvikinn yfir því hvernig fór hjá Gísla sem meiddist í sigrinum frækna á Króötum í gær: „Auðvitað er vont að missa einn okkar besta mann, ég tala nú ekki um þegar Janus er veikur. En svona nokkuð er fylgifiskur þess að vera á stórmóti.“ Aðdáunarverðir Austurríkismenn Austurríkismenn hafa komið öllum á óvart á EM og sprungið gjörsamlega út, eftir töp gegn Íslandi í vináttulandsleikjum fyrir mótið: „Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim. Geggjað að þeir hafi bara verið að tapa fyrsta leiknum sínum í gær [gegn Frakklandi]. Þeir hafa gert marga hluti vel. Spilað mikið 7 á 6. Markvörðurinn þeirra slegið í gegn. Þeir hafa hitt á þetta, og eru með gríðarlega mikið sjálfstraust. Gott lið sem við þurfum að bera virðingu fyrir. Á sama tíma, þrátt fyrir að við höfum spilað fínan leik gegn Króatíu, þá þurfa menn að slaka á og ýta því til hliðar, og kalla fram eitthvað betra en í gær. En allir sigrar í handbolta næra. Við þurftum á því að halda sem hópur og sem einstaklingar. Þetta gerði okkur gott en á sama tíma þurfa menn að komast niður á jörðina, og ég skynja alveg að menn eru ekki að fagna fram eftir öllu. Það er hugur og fókus í mönnum og nú er undirbúningur fyrir Austurríki.“ Hentar ekki að spá í hve stóran sigur gæti þurft Sennilegt er að Ísland þurfi fimm marka sigur á morgun, til að enda fyrir ofan Austurríki, en hvernig er að eiga við þá stöðu? „Ég nálgast leikinn bara með það í huga að vinna hann. Það er lykilforsenda í þessu öllu, að finna leiðir til þess. Síðan þurfum við að sjá hvernig leikurinn þróast. Ég held að það henti okkur ekki að fara að reikna þetta allt og pæla í þannig hlutum. Við þurfum bara að nálgast þetta eins og alvöru leik, vinna hann, og svo bara bregst maður við því sem gerist í leiknum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. 23. janúar 2024 16:17 Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 EM búið hjá Gísla: „Þetta er gríðarlega svekkjandi“ Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir Kristjánsson, hefur lokið leik á EM í Þýskalandi. Hann meiddist á rist í gær og var á hækjum í dag. 23. janúar 2024 10:36 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Fjórir leikmenn liðsins voru inn á herbergi sínu í dag, veikir, þegar hópurinn hitti fjölmiðla á hóteli landsliðsins. Þá er Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddur og missir af leiknum mikilvæga við Austurríki á morgun, rétt eins og Ýmir Örn Gíslason sem tekur út leikbann. Snorri kallaði á Teit Örn Einarsson í morgun og segir mögulegt að fleiri nýir leikmenn komi inn í hópinn áður en leikur við Austurríki hefst. En hvernig er staðan á þeim veiku; Ómari Inga Magnússyni, Janusi Daða Smárasyni, Kristjáni Erni Kristjánssyni (eða Donna) og Óðni Þór Ríkharðssyni? „Þeir eru fárveikir“ „Ég fæ nú bara upplýsingar um hvort að menn séu leikfærir eða ekki. En þeir eru fárveikir, Ómar og Janus [sem misstu af leiknum við Króatíu]. Það væri ekki möguleiki fyrir neinn af þessum strákum að spila í dag. Menn eru ekkert að leika sér að þessu. Allir tilbúnir að gera allt til þess að spila en þegar þeir segjast vera fárveikir þá eru þeir það. Maður óttast auðvitað dómínó-áhrif. Hvað gerist á morgun og allt það. En ég reyni að velta mér ekki mikið upp úr þessu. Þetta er bara svona og ég verð með lið til að vinna leik á morgun,“ sagði Snorri í hádeginu í dag. Klippa: Snorri þarf að glíma við skakkaföll Snorri var vissulega vonsvikinn yfir því hvernig fór hjá Gísla sem meiddist í sigrinum frækna á Króötum í gær: „Auðvitað er vont að missa einn okkar besta mann, ég tala nú ekki um þegar Janus er veikur. En svona nokkuð er fylgifiskur þess að vera á stórmóti.“ Aðdáunarverðir Austurríkismenn Austurríkismenn hafa komið öllum á óvart á EM og sprungið gjörsamlega út, eftir töp gegn Íslandi í vináttulandsleikjum fyrir mótið: „Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim. Geggjað að þeir hafi bara verið að tapa fyrsta leiknum sínum í gær [gegn Frakklandi]. Þeir hafa gert marga hluti vel. Spilað mikið 7 á 6. Markvörðurinn þeirra slegið í gegn. Þeir hafa hitt á þetta, og eru með gríðarlega mikið sjálfstraust. Gott lið sem við þurfum að bera virðingu fyrir. Á sama tíma, þrátt fyrir að við höfum spilað fínan leik gegn Króatíu, þá þurfa menn að slaka á og ýta því til hliðar, og kalla fram eitthvað betra en í gær. En allir sigrar í handbolta næra. Við þurftum á því að halda sem hópur og sem einstaklingar. Þetta gerði okkur gott en á sama tíma þurfa menn að komast niður á jörðina, og ég skynja alveg að menn eru ekki að fagna fram eftir öllu. Það er hugur og fókus í mönnum og nú er undirbúningur fyrir Austurríki.“ Hentar ekki að spá í hve stóran sigur gæti þurft Sennilegt er að Ísland þurfi fimm marka sigur á morgun, til að enda fyrir ofan Austurríki, en hvernig er að eiga við þá stöðu? „Ég nálgast leikinn bara með það í huga að vinna hann. Það er lykilforsenda í þessu öllu, að finna leiðir til þess. Síðan þurfum við að sjá hvernig leikurinn þróast. Ég held að það henti okkur ekki að fara að reikna þetta allt og pæla í þannig hlutum. Við þurfum bara að nálgast þetta eins og alvöru leik, vinna hann, og svo bara bregst maður við því sem gerist í leiknum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. 23. janúar 2024 16:17 Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 EM búið hjá Gísla: „Þetta er gríðarlega svekkjandi“ Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir Kristjánsson, hefur lokið leik á EM í Þýskalandi. Hann meiddist á rist í gær og var á hækjum í dag. 23. janúar 2024 10:36 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. 23. janúar 2024 16:17
Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15
EM búið hjá Gísla: „Þetta er gríðarlega svekkjandi“ Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir Kristjánsson, hefur lokið leik á EM í Þýskalandi. Hann meiddist á rist í gær og var á hækjum í dag. 23. janúar 2024 10:36