Dómaramálin inn í skólakerfið Þorvaldur Örlygsson skrifar 23. janúar 2024 10:30 Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á. Léleg dómgæsla hefur að sama skapi meiri áhrif á gang knattspyrnuleikja en margir leiða hugann að. Þjálfarar og leikmenn geta lagt mikið á sig en niðurstaðan samt verið tap, óþarfa meiðsli og rangt hugarfar ef dómgæsla leiksins er ekki í hæsta gæðaflokki. Íslendingar hafa um langt skeið átt marga úrvalsdómara en því miður hefur þróunin verið sú síðustu ár að æ færri leggja fyrir sig dómgæslu og erfitt er oft á tíðum að fá hreinlega dómara í leiki eins og mörg dæmi sanna. Á þessu sviði þurfum við að girða okkur í brók og gera betur. Mun betur. Ein leið til að bæta dómgæslu er að glæða áhuga yngri kynslóða á þessu skemmtilega starfi og fjölga þannig dómurum til framtíðar. Dómaranámskeið gætu orðið hluti af námsefni og þau þannig komist inn í skólakerfið. Nemendur fengju einingar fyrir slík námskeið sem ekki einungis myndi glæða áhuga á knattspyrnunni í heild, heldur ekki síður á dómgæslunni sem slíkri. KSÍ gæti þannig verið í fararbroddi íslenskra íþróttagreina með beinu samtali og samstarfi við skólayfirvöld og rutt veginn fyrir samskonar námskeið fyrir aðrar greinar. KSÍ þarf jafnframt að veita íslenskum dómurum öflugan stuðning og aðstoða við skipulag þeirra hjá knattspyrnufélögunum. Með því að efla stuðning, þjálfun og utanumhald fyrir dómara, vera með meiri eftirfylgni í neðri deildum og vera með skýra stefnu um að bæta dómgæslu og koma okkar fremstu dómurum enn lengra á erlendri grundu, mörkum við djúp og skýr skref á þessu sviði. Við þurfum að standa saman að þessu verkefni. Við þurfum að gera dómgæslu áhugaverðari fyrir fjölbreyttari hóp landsmanna, koma dómaranámskeiðum inn í skólakerfið og taka næsta skref til að gera knattspyrnuna enn betri. Höfundur er í framboð til formanns KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á. Léleg dómgæsla hefur að sama skapi meiri áhrif á gang knattspyrnuleikja en margir leiða hugann að. Þjálfarar og leikmenn geta lagt mikið á sig en niðurstaðan samt verið tap, óþarfa meiðsli og rangt hugarfar ef dómgæsla leiksins er ekki í hæsta gæðaflokki. Íslendingar hafa um langt skeið átt marga úrvalsdómara en því miður hefur þróunin verið sú síðustu ár að æ færri leggja fyrir sig dómgæslu og erfitt er oft á tíðum að fá hreinlega dómara í leiki eins og mörg dæmi sanna. Á þessu sviði þurfum við að girða okkur í brók og gera betur. Mun betur. Ein leið til að bæta dómgæslu er að glæða áhuga yngri kynslóða á þessu skemmtilega starfi og fjölga þannig dómurum til framtíðar. Dómaranámskeið gætu orðið hluti af námsefni og þau þannig komist inn í skólakerfið. Nemendur fengju einingar fyrir slík námskeið sem ekki einungis myndi glæða áhuga á knattspyrnunni í heild, heldur ekki síður á dómgæslunni sem slíkri. KSÍ gæti þannig verið í fararbroddi íslenskra íþróttagreina með beinu samtali og samstarfi við skólayfirvöld og rutt veginn fyrir samskonar námskeið fyrir aðrar greinar. KSÍ þarf jafnframt að veita íslenskum dómurum öflugan stuðning og aðstoða við skipulag þeirra hjá knattspyrnufélögunum. Með því að efla stuðning, þjálfun og utanumhald fyrir dómara, vera með meiri eftirfylgni í neðri deildum og vera með skýra stefnu um að bæta dómgæslu og koma okkar fremstu dómurum enn lengra á erlendri grundu, mörkum við djúp og skýr skref á þessu sviði. Við þurfum að standa saman að þessu verkefni. Við þurfum að gera dómgæslu áhugaverðari fyrir fjölbreyttari hóp landsmanna, koma dómaranámskeiðum inn í skólakerfið og taka næsta skref til að gera knattspyrnuna enn betri. Höfundur er í framboð til formanns KSÍ.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun