Nær fullkominn hálfleikur bjargaði mögulega Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 13:31 Strákarnir okkar fagna eftir sigurinn í gær. Vísir/Vilhelm Það var nóg af flottum tölum hjá strákunum okkar í seinni hálfleik í sögulegum sigri liðsins á Evrópumótinu í handbolta í gær. Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða