Stefnan sem fellur aldrei úr gildi Karen Kjartansdóttir skrifar 22. janúar 2024 11:00 Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ég ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra. Þegar fólk leggur lykkju á leið sína til að gera góðverk án þess að vænta nokkurs í staðinn. Þessi tilfinning, sem kannski má kalla guðdóm, opinberast mér í samkennd og hlýju milli ókunnugra, í hlátri og samskiptum við annað fólk, og í ákvörðunum sem byggjast á innri siðferðiskennd. Ég hef hins vegar aldrei fundið fyrir neinu merkilegu þegar ég læt reiði grípa mig og veit ekki til þess að veigamikið verk hafi verið unnið á grundvelli gremju og ótta. Þegar ég hugsa til skrifa utanríkisráðherra sem birtust um helgina reyni ég að fyllast ekki sorg eða reiði heldur velti því fyrir mér hvernig hægt er að höfða til samkenndar á milli fólks sem greinir á. Mig langar til að trúa því að það hafi ekki vakað fyrir Bjarna Benediktssyni að skapa sundrungu og espa grimmd í hjörtum fólks gagnvart saklausu fólki. Mig langar til að trúa því að við getum undið ofan af þeirri skautun sem nú má greina í íslensku samfélagi. Mig langar að trúa því að við séum saman í liði. Þær stjórnmálaskoðanir sem sagan hefur dæmt hvað harðast eru þær sem hafa leitt til alvarlegra mannréttindabrota og mikilla þjáninga. Þótt boðberum þessara hugmynda hafi tekist að réttlæta þær fyrir sjálfum sér og öðrum á ákveðnum tímapunkti kveður sagan upp sinn dóm síðar. Fyrir rétt rúmum 75 árum í utanríkisráðherratíð Bjarna Benediktssonar, afabróður núverandi ráðherra, samþykkti Ísland Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, „þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins,“ eins og segir í inngangsorðunum. Sagan sýnir að fólk kann ekki að meta stjórnmálaskoðanir sem kalla á útskúfun og þjáningar þótt þær hafi byggt á útópískum hugmyndum og verið réttlættar á ýmsa vegu. Þess vegna sjáum við öll að apartheid-stefnan í Suður-Afríku var röng, réttlætingin um að aðskilnaður væri nauðsynlegur til að viðhalda friði og forðast átök milli kynþátta líðst ekki lengur. Við vitum að kynþáttahyggja Bandaríkjamanna var röng jafnvel þótt hún hafi hafi byggt á lögum þess tíma sem svo byggðu á rasískum vísindum og kenningum um líffræðilega og menningarlega yfirburði hvítra. Og vitum líka að stalínismi Sovétríkjanna var röng stefna þótt hún byggði í upphafi á drauminum um jafnrétti og bræðralag. Að sama skapi er öllum ljóst kynþáttahyggja Hitlers-Þýskalands sem kynt var undir með þjóðernistilfinningum, var röng. Réttlætingar fyrir órétti byggja iðulega á útópískum hugmyndum, þjóðerniskennd eða sérhagsmunum. Ég er ekki að líkja nokkrum núverandi stjórnmálaflokki á Íslandi við þá sem töluðu fyrir fyrrgreindum stefnum en tel að rétt sé að minna á þetta á ólgutímum þegar hræðsla og reiði geta auðveldlega tekið völdin. Talað hefur verið um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem hörmung en fyrir mörgum eru þær vitnisburður um manneskjur sem berjast fyrir framtíð sinni og fjölskyldna sinna og þær eru vitnisburður um kærleikann sem býr í íslensku samfélagi. Jafnvægið milli öryggis og mannréttinda getur verið vandratað og viðbrögð við alþjóðlegum átökum er ekki öfundsvert úrlaunsarefni. Ég held því að við þurfum mörg, ég sjálf meðtalin, að reyna að haga orðum okkar af meiri varfærni og gjörðum okkar af meiri hluttekningu um þessar mundir. Ekki síst þegar kemur að valdalausu fólki sem hefur gengið í gegnum hörmungar sem fæst okkar geta ímyndað sér. Þegar hæðst er að fólki sem sýnir samkennd skulum við muna að ekkert stenst betur tímans tönn en kærleikur. Það er ekki tilfinningaklám eða fórnarlambsvæðing að varpa ljósi á mennskuna. Þegar fólk segir að Ísland geti ekki bjargað öllum heiminum þá er vert að nefna að enginn hefur haldið því fram. En við getum hjálpað því fólki sem hingað er þegar komið frá Palestínu og fjölskyldum þeirra. Fátt skapar jafn góðan grundvöll fyrir nýsköpun og hagsæld og það að gefa fólki tækifæri til að skapa virði fyrir samfélagið sem það tilheyrir. Tjaldbúðunum á Austurvelli er ekki ætlað að móðga nokkurn eða ráðast að neinum; þær eru tákn um von og samkennd. Ekkert þess fólks sem hingað er komið dreymir að leggjast upp á íslenska kerfið. Það dreymir um að nýta menntun sína, koma börnum sínum í skjól og það dreymir um frið. Þau sem hingað eru komin frá Palestínu hafa margt fram að færa fyrir íslenskt samfélag og ég er sannfærð um að hver sú manneskja sem gefur sér tíma til að setjast niður með einhverju þeirra muni sjá það. Það er mikil ólga í heiminum sem og íslensku samfélagi um þessar mundir og auðvelt að sundra fólki með reiði. En ég hef trú á íslensku samfélagi og tel að samhjálp og mannúð séu grunngildi þess. Við styðjum hvort annað og þau sem þurfa á því að halda og sköpum saman sterkt bakland. Höldum þessi gildi í heiðri því þau eru það sem gerir samfélagið okkar að góðum stað og þau falla aldrei úr gildi. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ég ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra. Þegar fólk leggur lykkju á leið sína til að gera góðverk án þess að vænta nokkurs í staðinn. Þessi tilfinning, sem kannski má kalla guðdóm, opinberast mér í samkennd og hlýju milli ókunnugra, í hlátri og samskiptum við annað fólk, og í ákvörðunum sem byggjast á innri siðferðiskennd. Ég hef hins vegar aldrei fundið fyrir neinu merkilegu þegar ég læt reiði grípa mig og veit ekki til þess að veigamikið verk hafi verið unnið á grundvelli gremju og ótta. Þegar ég hugsa til skrifa utanríkisráðherra sem birtust um helgina reyni ég að fyllast ekki sorg eða reiði heldur velti því fyrir mér hvernig hægt er að höfða til samkenndar á milli fólks sem greinir á. Mig langar til að trúa því að það hafi ekki vakað fyrir Bjarna Benediktssyni að skapa sundrungu og espa grimmd í hjörtum fólks gagnvart saklausu fólki. Mig langar til að trúa því að við getum undið ofan af þeirri skautun sem nú má greina í íslensku samfélagi. Mig langar að trúa því að við séum saman í liði. Þær stjórnmálaskoðanir sem sagan hefur dæmt hvað harðast eru þær sem hafa leitt til alvarlegra mannréttindabrota og mikilla þjáninga. Þótt boðberum þessara hugmynda hafi tekist að réttlæta þær fyrir sjálfum sér og öðrum á ákveðnum tímapunkti kveður sagan upp sinn dóm síðar. Fyrir rétt rúmum 75 árum í utanríkisráðherratíð Bjarna Benediktssonar, afabróður núverandi ráðherra, samþykkti Ísland Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, „þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins,“ eins og segir í inngangsorðunum. Sagan sýnir að fólk kann ekki að meta stjórnmálaskoðanir sem kalla á útskúfun og þjáningar þótt þær hafi byggt á útópískum hugmyndum og verið réttlættar á ýmsa vegu. Þess vegna sjáum við öll að apartheid-stefnan í Suður-Afríku var röng, réttlætingin um að aðskilnaður væri nauðsynlegur til að viðhalda friði og forðast átök milli kynþátta líðst ekki lengur. Við vitum að kynþáttahyggja Bandaríkjamanna var röng jafnvel þótt hún hafi hafi byggt á lögum þess tíma sem svo byggðu á rasískum vísindum og kenningum um líffræðilega og menningarlega yfirburði hvítra. Og vitum líka að stalínismi Sovétríkjanna var röng stefna þótt hún byggði í upphafi á drauminum um jafnrétti og bræðralag. Að sama skapi er öllum ljóst kynþáttahyggja Hitlers-Þýskalands sem kynt var undir með þjóðernistilfinningum, var röng. Réttlætingar fyrir órétti byggja iðulega á útópískum hugmyndum, þjóðerniskennd eða sérhagsmunum. Ég er ekki að líkja nokkrum núverandi stjórnmálaflokki á Íslandi við þá sem töluðu fyrir fyrrgreindum stefnum en tel að rétt sé að minna á þetta á ólgutímum þegar hræðsla og reiði geta auðveldlega tekið völdin. Talað hefur verið um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem hörmung en fyrir mörgum eru þær vitnisburður um manneskjur sem berjast fyrir framtíð sinni og fjölskyldna sinna og þær eru vitnisburður um kærleikann sem býr í íslensku samfélagi. Jafnvægið milli öryggis og mannréttinda getur verið vandratað og viðbrögð við alþjóðlegum átökum er ekki öfundsvert úrlaunsarefni. Ég held því að við þurfum mörg, ég sjálf meðtalin, að reyna að haga orðum okkar af meiri varfærni og gjörðum okkar af meiri hluttekningu um þessar mundir. Ekki síst þegar kemur að valdalausu fólki sem hefur gengið í gegnum hörmungar sem fæst okkar geta ímyndað sér. Þegar hæðst er að fólki sem sýnir samkennd skulum við muna að ekkert stenst betur tímans tönn en kærleikur. Það er ekki tilfinningaklám eða fórnarlambsvæðing að varpa ljósi á mennskuna. Þegar fólk segir að Ísland geti ekki bjargað öllum heiminum þá er vert að nefna að enginn hefur haldið því fram. En við getum hjálpað því fólki sem hingað er þegar komið frá Palestínu og fjölskyldum þeirra. Fátt skapar jafn góðan grundvöll fyrir nýsköpun og hagsæld og það að gefa fólki tækifæri til að skapa virði fyrir samfélagið sem það tilheyrir. Tjaldbúðunum á Austurvelli er ekki ætlað að móðga nokkurn eða ráðast að neinum; þær eru tákn um von og samkennd. Ekkert þess fólks sem hingað er komið dreymir að leggjast upp á íslenska kerfið. Það dreymir um að nýta menntun sína, koma börnum sínum í skjól og það dreymir um frið. Þau sem hingað eru komin frá Palestínu hafa margt fram að færa fyrir íslenskt samfélag og ég er sannfærð um að hver sú manneskja sem gefur sér tíma til að setjast niður með einhverju þeirra muni sjá það. Það er mikil ólga í heiminum sem og íslensku samfélagi um þessar mundir og auðvelt að sundra fólki með reiði. En ég hef trú á íslensku samfélagi og tel að samhjálp og mannúð séu grunngildi þess. Við styðjum hvort annað og þau sem þurfa á því að halda og sköpum saman sterkt bakland. Höldum þessi gildi í heiðri því þau eru það sem gerir samfélagið okkar að góðum stað og þau falla aldrei úr gildi. Höfundur er ráðgjafi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun