Stefnan sem fellur aldrei úr gildi Karen Kjartansdóttir skrifar 22. janúar 2024 11:00 Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ég ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra. Þegar fólk leggur lykkju á leið sína til að gera góðverk án þess að vænta nokkurs í staðinn. Þessi tilfinning, sem kannski má kalla guðdóm, opinberast mér í samkennd og hlýju milli ókunnugra, í hlátri og samskiptum við annað fólk, og í ákvörðunum sem byggjast á innri siðferðiskennd. Ég hef hins vegar aldrei fundið fyrir neinu merkilegu þegar ég læt reiði grípa mig og veit ekki til þess að veigamikið verk hafi verið unnið á grundvelli gremju og ótta. Þegar ég hugsa til skrifa utanríkisráðherra sem birtust um helgina reyni ég að fyllast ekki sorg eða reiði heldur velti því fyrir mér hvernig hægt er að höfða til samkenndar á milli fólks sem greinir á. Mig langar til að trúa því að það hafi ekki vakað fyrir Bjarna Benediktssyni að skapa sundrungu og espa grimmd í hjörtum fólks gagnvart saklausu fólki. Mig langar til að trúa því að við getum undið ofan af þeirri skautun sem nú má greina í íslensku samfélagi. Mig langar að trúa því að við séum saman í liði. Þær stjórnmálaskoðanir sem sagan hefur dæmt hvað harðast eru þær sem hafa leitt til alvarlegra mannréttindabrota og mikilla þjáninga. Þótt boðberum þessara hugmynda hafi tekist að réttlæta þær fyrir sjálfum sér og öðrum á ákveðnum tímapunkti kveður sagan upp sinn dóm síðar. Fyrir rétt rúmum 75 árum í utanríkisráðherratíð Bjarna Benediktssonar, afabróður núverandi ráðherra, samþykkti Ísland Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, „þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins,“ eins og segir í inngangsorðunum. Sagan sýnir að fólk kann ekki að meta stjórnmálaskoðanir sem kalla á útskúfun og þjáningar þótt þær hafi byggt á útópískum hugmyndum og verið réttlættar á ýmsa vegu. Þess vegna sjáum við öll að apartheid-stefnan í Suður-Afríku var röng, réttlætingin um að aðskilnaður væri nauðsynlegur til að viðhalda friði og forðast átök milli kynþátta líðst ekki lengur. Við vitum að kynþáttahyggja Bandaríkjamanna var röng jafnvel þótt hún hafi hafi byggt á lögum þess tíma sem svo byggðu á rasískum vísindum og kenningum um líffræðilega og menningarlega yfirburði hvítra. Og vitum líka að stalínismi Sovétríkjanna var röng stefna þótt hún byggði í upphafi á drauminum um jafnrétti og bræðralag. Að sama skapi er öllum ljóst kynþáttahyggja Hitlers-Þýskalands sem kynt var undir með þjóðernistilfinningum, var röng. Réttlætingar fyrir órétti byggja iðulega á útópískum hugmyndum, þjóðerniskennd eða sérhagsmunum. Ég er ekki að líkja nokkrum núverandi stjórnmálaflokki á Íslandi við þá sem töluðu fyrir fyrrgreindum stefnum en tel að rétt sé að minna á þetta á ólgutímum þegar hræðsla og reiði geta auðveldlega tekið völdin. Talað hefur verið um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem hörmung en fyrir mörgum eru þær vitnisburður um manneskjur sem berjast fyrir framtíð sinni og fjölskyldna sinna og þær eru vitnisburður um kærleikann sem býr í íslensku samfélagi. Jafnvægið milli öryggis og mannréttinda getur verið vandratað og viðbrögð við alþjóðlegum átökum er ekki öfundsvert úrlaunsarefni. Ég held því að við þurfum mörg, ég sjálf meðtalin, að reyna að haga orðum okkar af meiri varfærni og gjörðum okkar af meiri hluttekningu um þessar mundir. Ekki síst þegar kemur að valdalausu fólki sem hefur gengið í gegnum hörmungar sem fæst okkar geta ímyndað sér. Þegar hæðst er að fólki sem sýnir samkennd skulum við muna að ekkert stenst betur tímans tönn en kærleikur. Það er ekki tilfinningaklám eða fórnarlambsvæðing að varpa ljósi á mennskuna. Þegar fólk segir að Ísland geti ekki bjargað öllum heiminum þá er vert að nefna að enginn hefur haldið því fram. En við getum hjálpað því fólki sem hingað er þegar komið frá Palestínu og fjölskyldum þeirra. Fátt skapar jafn góðan grundvöll fyrir nýsköpun og hagsæld og það að gefa fólki tækifæri til að skapa virði fyrir samfélagið sem það tilheyrir. Tjaldbúðunum á Austurvelli er ekki ætlað að móðga nokkurn eða ráðast að neinum; þær eru tákn um von og samkennd. Ekkert þess fólks sem hingað er komið dreymir að leggjast upp á íslenska kerfið. Það dreymir um að nýta menntun sína, koma börnum sínum í skjól og það dreymir um frið. Þau sem hingað eru komin frá Palestínu hafa margt fram að færa fyrir íslenskt samfélag og ég er sannfærð um að hver sú manneskja sem gefur sér tíma til að setjast niður með einhverju þeirra muni sjá það. Það er mikil ólga í heiminum sem og íslensku samfélagi um þessar mundir og auðvelt að sundra fólki með reiði. En ég hef trú á íslensku samfélagi og tel að samhjálp og mannúð séu grunngildi þess. Við styðjum hvort annað og þau sem þurfa á því að halda og sköpum saman sterkt bakland. Höldum þessi gildi í heiðri því þau eru það sem gerir samfélagið okkar að góðum stað og þau falla aldrei úr gildi. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ég ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra. Þegar fólk leggur lykkju á leið sína til að gera góðverk án þess að vænta nokkurs í staðinn. Þessi tilfinning, sem kannski má kalla guðdóm, opinberast mér í samkennd og hlýju milli ókunnugra, í hlátri og samskiptum við annað fólk, og í ákvörðunum sem byggjast á innri siðferðiskennd. Ég hef hins vegar aldrei fundið fyrir neinu merkilegu þegar ég læt reiði grípa mig og veit ekki til þess að veigamikið verk hafi verið unnið á grundvelli gremju og ótta. Þegar ég hugsa til skrifa utanríkisráðherra sem birtust um helgina reyni ég að fyllast ekki sorg eða reiði heldur velti því fyrir mér hvernig hægt er að höfða til samkenndar á milli fólks sem greinir á. Mig langar til að trúa því að það hafi ekki vakað fyrir Bjarna Benediktssyni að skapa sundrungu og espa grimmd í hjörtum fólks gagnvart saklausu fólki. Mig langar til að trúa því að við getum undið ofan af þeirri skautun sem nú má greina í íslensku samfélagi. Mig langar að trúa því að við séum saman í liði. Þær stjórnmálaskoðanir sem sagan hefur dæmt hvað harðast eru þær sem hafa leitt til alvarlegra mannréttindabrota og mikilla þjáninga. Þótt boðberum þessara hugmynda hafi tekist að réttlæta þær fyrir sjálfum sér og öðrum á ákveðnum tímapunkti kveður sagan upp sinn dóm síðar. Fyrir rétt rúmum 75 árum í utanríkisráðherratíð Bjarna Benediktssonar, afabróður núverandi ráðherra, samþykkti Ísland Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, „þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins,“ eins og segir í inngangsorðunum. Sagan sýnir að fólk kann ekki að meta stjórnmálaskoðanir sem kalla á útskúfun og þjáningar þótt þær hafi byggt á útópískum hugmyndum og verið réttlættar á ýmsa vegu. Þess vegna sjáum við öll að apartheid-stefnan í Suður-Afríku var röng, réttlætingin um að aðskilnaður væri nauðsynlegur til að viðhalda friði og forðast átök milli kynþátta líðst ekki lengur. Við vitum að kynþáttahyggja Bandaríkjamanna var röng jafnvel þótt hún hafi hafi byggt á lögum þess tíma sem svo byggðu á rasískum vísindum og kenningum um líffræðilega og menningarlega yfirburði hvítra. Og vitum líka að stalínismi Sovétríkjanna var röng stefna þótt hún byggði í upphafi á drauminum um jafnrétti og bræðralag. Að sama skapi er öllum ljóst kynþáttahyggja Hitlers-Þýskalands sem kynt var undir með þjóðernistilfinningum, var röng. Réttlætingar fyrir órétti byggja iðulega á útópískum hugmyndum, þjóðerniskennd eða sérhagsmunum. Ég er ekki að líkja nokkrum núverandi stjórnmálaflokki á Íslandi við þá sem töluðu fyrir fyrrgreindum stefnum en tel að rétt sé að minna á þetta á ólgutímum þegar hræðsla og reiði geta auðveldlega tekið völdin. Talað hefur verið um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem hörmung en fyrir mörgum eru þær vitnisburður um manneskjur sem berjast fyrir framtíð sinni og fjölskyldna sinna og þær eru vitnisburður um kærleikann sem býr í íslensku samfélagi. Jafnvægið milli öryggis og mannréttinda getur verið vandratað og viðbrögð við alþjóðlegum átökum er ekki öfundsvert úrlaunsarefni. Ég held því að við þurfum mörg, ég sjálf meðtalin, að reyna að haga orðum okkar af meiri varfærni og gjörðum okkar af meiri hluttekningu um þessar mundir. Ekki síst þegar kemur að valdalausu fólki sem hefur gengið í gegnum hörmungar sem fæst okkar geta ímyndað sér. Þegar hæðst er að fólki sem sýnir samkennd skulum við muna að ekkert stenst betur tímans tönn en kærleikur. Það er ekki tilfinningaklám eða fórnarlambsvæðing að varpa ljósi á mennskuna. Þegar fólk segir að Ísland geti ekki bjargað öllum heiminum þá er vert að nefna að enginn hefur haldið því fram. En við getum hjálpað því fólki sem hingað er þegar komið frá Palestínu og fjölskyldum þeirra. Fátt skapar jafn góðan grundvöll fyrir nýsköpun og hagsæld og það að gefa fólki tækifæri til að skapa virði fyrir samfélagið sem það tilheyrir. Tjaldbúðunum á Austurvelli er ekki ætlað að móðga nokkurn eða ráðast að neinum; þær eru tákn um von og samkennd. Ekkert þess fólks sem hingað er komið dreymir að leggjast upp á íslenska kerfið. Það dreymir um að nýta menntun sína, koma börnum sínum í skjól og það dreymir um frið. Þau sem hingað eru komin frá Palestínu hafa margt fram að færa fyrir íslenskt samfélag og ég er sannfærð um að hver sú manneskja sem gefur sér tíma til að setjast niður með einhverju þeirra muni sjá það. Það er mikil ólga í heiminum sem og íslensku samfélagi um þessar mundir og auðvelt að sundra fólki með reiði. En ég hef trú á íslensku samfélagi og tel að samhjálp og mannúð séu grunngildi þess. Við styðjum hvort annað og þau sem þurfa á því að halda og sköpum saman sterkt bakland. Höldum þessi gildi í heiðri því þau eru það sem gerir samfélagið okkar að góðum stað og þau falla aldrei úr gildi. Höfundur er ráðgjafi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun