Stefnan sem fellur aldrei úr gildi Karen Kjartansdóttir skrifar 22. janúar 2024 11:00 Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ég ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra. Þegar fólk leggur lykkju á leið sína til að gera góðverk án þess að vænta nokkurs í staðinn. Þessi tilfinning, sem kannski má kalla guðdóm, opinberast mér í samkennd og hlýju milli ókunnugra, í hlátri og samskiptum við annað fólk, og í ákvörðunum sem byggjast á innri siðferðiskennd. Ég hef hins vegar aldrei fundið fyrir neinu merkilegu þegar ég læt reiði grípa mig og veit ekki til þess að veigamikið verk hafi verið unnið á grundvelli gremju og ótta. Þegar ég hugsa til skrifa utanríkisráðherra sem birtust um helgina reyni ég að fyllast ekki sorg eða reiði heldur velti því fyrir mér hvernig hægt er að höfða til samkenndar á milli fólks sem greinir á. Mig langar til að trúa því að það hafi ekki vakað fyrir Bjarna Benediktssyni að skapa sundrungu og espa grimmd í hjörtum fólks gagnvart saklausu fólki. Mig langar til að trúa því að við getum undið ofan af þeirri skautun sem nú má greina í íslensku samfélagi. Mig langar að trúa því að við séum saman í liði. Þær stjórnmálaskoðanir sem sagan hefur dæmt hvað harðast eru þær sem hafa leitt til alvarlegra mannréttindabrota og mikilla þjáninga. Þótt boðberum þessara hugmynda hafi tekist að réttlæta þær fyrir sjálfum sér og öðrum á ákveðnum tímapunkti kveður sagan upp sinn dóm síðar. Fyrir rétt rúmum 75 árum í utanríkisráðherratíð Bjarna Benediktssonar, afabróður núverandi ráðherra, samþykkti Ísland Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, „þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins,“ eins og segir í inngangsorðunum. Sagan sýnir að fólk kann ekki að meta stjórnmálaskoðanir sem kalla á útskúfun og þjáningar þótt þær hafi byggt á útópískum hugmyndum og verið réttlættar á ýmsa vegu. Þess vegna sjáum við öll að apartheid-stefnan í Suður-Afríku var röng, réttlætingin um að aðskilnaður væri nauðsynlegur til að viðhalda friði og forðast átök milli kynþátta líðst ekki lengur. Við vitum að kynþáttahyggja Bandaríkjamanna var röng jafnvel þótt hún hafi hafi byggt á lögum þess tíma sem svo byggðu á rasískum vísindum og kenningum um líffræðilega og menningarlega yfirburði hvítra. Og vitum líka að stalínismi Sovétríkjanna var röng stefna þótt hún byggði í upphafi á drauminum um jafnrétti og bræðralag. Að sama skapi er öllum ljóst kynþáttahyggja Hitlers-Þýskalands sem kynt var undir með þjóðernistilfinningum, var röng. Réttlætingar fyrir órétti byggja iðulega á útópískum hugmyndum, þjóðerniskennd eða sérhagsmunum. Ég er ekki að líkja nokkrum núverandi stjórnmálaflokki á Íslandi við þá sem töluðu fyrir fyrrgreindum stefnum en tel að rétt sé að minna á þetta á ólgutímum þegar hræðsla og reiði geta auðveldlega tekið völdin. Talað hefur verið um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem hörmung en fyrir mörgum eru þær vitnisburður um manneskjur sem berjast fyrir framtíð sinni og fjölskyldna sinna og þær eru vitnisburður um kærleikann sem býr í íslensku samfélagi. Jafnvægið milli öryggis og mannréttinda getur verið vandratað og viðbrögð við alþjóðlegum átökum er ekki öfundsvert úrlaunsarefni. Ég held því að við þurfum mörg, ég sjálf meðtalin, að reyna að haga orðum okkar af meiri varfærni og gjörðum okkar af meiri hluttekningu um þessar mundir. Ekki síst þegar kemur að valdalausu fólki sem hefur gengið í gegnum hörmungar sem fæst okkar geta ímyndað sér. Þegar hæðst er að fólki sem sýnir samkennd skulum við muna að ekkert stenst betur tímans tönn en kærleikur. Það er ekki tilfinningaklám eða fórnarlambsvæðing að varpa ljósi á mennskuna. Þegar fólk segir að Ísland geti ekki bjargað öllum heiminum þá er vert að nefna að enginn hefur haldið því fram. En við getum hjálpað því fólki sem hingað er þegar komið frá Palestínu og fjölskyldum þeirra. Fátt skapar jafn góðan grundvöll fyrir nýsköpun og hagsæld og það að gefa fólki tækifæri til að skapa virði fyrir samfélagið sem það tilheyrir. Tjaldbúðunum á Austurvelli er ekki ætlað að móðga nokkurn eða ráðast að neinum; þær eru tákn um von og samkennd. Ekkert þess fólks sem hingað er komið dreymir að leggjast upp á íslenska kerfið. Það dreymir um að nýta menntun sína, koma börnum sínum í skjól og það dreymir um frið. Þau sem hingað eru komin frá Palestínu hafa margt fram að færa fyrir íslenskt samfélag og ég er sannfærð um að hver sú manneskja sem gefur sér tíma til að setjast niður með einhverju þeirra muni sjá það. Það er mikil ólga í heiminum sem og íslensku samfélagi um þessar mundir og auðvelt að sundra fólki með reiði. En ég hef trú á íslensku samfélagi og tel að samhjálp og mannúð séu grunngildi þess. Við styðjum hvort annað og þau sem þurfa á því að halda og sköpum saman sterkt bakland. Höldum þessi gildi í heiðri því þau eru það sem gerir samfélagið okkar að góðum stað og þau falla aldrei úr gildi. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Allt mitt líf hef ég talið mér trú um að ég sé ekki trúuð en undanfarið hef ég áttað mig á því að ég finn oft sterkt fyrir nærveru einhvers æðra. Ég finn fyrir því þegar ég ókunnugt fólk brosir til mín úti á götu. Ég finn fyrir því þegar ég fylgist með björgunarsveitarfólki hætta lífi sínu í þágu annarra. Þegar fólk leggur lykkju á leið sína til að gera góðverk án þess að vænta nokkurs í staðinn. Þessi tilfinning, sem kannski má kalla guðdóm, opinberast mér í samkennd og hlýju milli ókunnugra, í hlátri og samskiptum við annað fólk, og í ákvörðunum sem byggjast á innri siðferðiskennd. Ég hef hins vegar aldrei fundið fyrir neinu merkilegu þegar ég læt reiði grípa mig og veit ekki til þess að veigamikið verk hafi verið unnið á grundvelli gremju og ótta. Þegar ég hugsa til skrifa utanríkisráðherra sem birtust um helgina reyni ég að fyllast ekki sorg eða reiði heldur velti því fyrir mér hvernig hægt er að höfða til samkenndar á milli fólks sem greinir á. Mig langar til að trúa því að það hafi ekki vakað fyrir Bjarna Benediktssyni að skapa sundrungu og espa grimmd í hjörtum fólks gagnvart saklausu fólki. Mig langar til að trúa því að við getum undið ofan af þeirri skautun sem nú má greina í íslensku samfélagi. Mig langar að trúa því að við séum saman í liði. Þær stjórnmálaskoðanir sem sagan hefur dæmt hvað harðast eru þær sem hafa leitt til alvarlegra mannréttindabrota og mikilla þjáninga. Þótt boðberum þessara hugmynda hafi tekist að réttlæta þær fyrir sjálfum sér og öðrum á ákveðnum tímapunkti kveður sagan upp sinn dóm síðar. Fyrir rétt rúmum 75 árum í utanríkisráðherratíð Bjarna Benediktssonar, afabróður núverandi ráðherra, samþykkti Ísland Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, „þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins,“ eins og segir í inngangsorðunum. Sagan sýnir að fólk kann ekki að meta stjórnmálaskoðanir sem kalla á útskúfun og þjáningar þótt þær hafi byggt á útópískum hugmyndum og verið réttlættar á ýmsa vegu. Þess vegna sjáum við öll að apartheid-stefnan í Suður-Afríku var röng, réttlætingin um að aðskilnaður væri nauðsynlegur til að viðhalda friði og forðast átök milli kynþátta líðst ekki lengur. Við vitum að kynþáttahyggja Bandaríkjamanna var röng jafnvel þótt hún hafi hafi byggt á lögum þess tíma sem svo byggðu á rasískum vísindum og kenningum um líffræðilega og menningarlega yfirburði hvítra. Og vitum líka að stalínismi Sovétríkjanna var röng stefna þótt hún byggði í upphafi á drauminum um jafnrétti og bræðralag. Að sama skapi er öllum ljóst kynþáttahyggja Hitlers-Þýskalands sem kynt var undir með þjóðernistilfinningum, var röng. Réttlætingar fyrir órétti byggja iðulega á útópískum hugmyndum, þjóðerniskennd eða sérhagsmunum. Ég er ekki að líkja nokkrum núverandi stjórnmálaflokki á Íslandi við þá sem töluðu fyrir fyrrgreindum stefnum en tel að rétt sé að minna á þetta á ólgutímum þegar hræðsla og reiði geta auðveldlega tekið völdin. Talað hefur verið um tjaldbúðirnar á Austurvelli sem hörmung en fyrir mörgum eru þær vitnisburður um manneskjur sem berjast fyrir framtíð sinni og fjölskyldna sinna og þær eru vitnisburður um kærleikann sem býr í íslensku samfélagi. Jafnvægið milli öryggis og mannréttinda getur verið vandratað og viðbrögð við alþjóðlegum átökum er ekki öfundsvert úrlaunsarefni. Ég held því að við þurfum mörg, ég sjálf meðtalin, að reyna að haga orðum okkar af meiri varfærni og gjörðum okkar af meiri hluttekningu um þessar mundir. Ekki síst þegar kemur að valdalausu fólki sem hefur gengið í gegnum hörmungar sem fæst okkar geta ímyndað sér. Þegar hæðst er að fólki sem sýnir samkennd skulum við muna að ekkert stenst betur tímans tönn en kærleikur. Það er ekki tilfinningaklám eða fórnarlambsvæðing að varpa ljósi á mennskuna. Þegar fólk segir að Ísland geti ekki bjargað öllum heiminum þá er vert að nefna að enginn hefur haldið því fram. En við getum hjálpað því fólki sem hingað er þegar komið frá Palestínu og fjölskyldum þeirra. Fátt skapar jafn góðan grundvöll fyrir nýsköpun og hagsæld og það að gefa fólki tækifæri til að skapa virði fyrir samfélagið sem það tilheyrir. Tjaldbúðunum á Austurvelli er ekki ætlað að móðga nokkurn eða ráðast að neinum; þær eru tákn um von og samkennd. Ekkert þess fólks sem hingað er komið dreymir að leggjast upp á íslenska kerfið. Það dreymir um að nýta menntun sína, koma börnum sínum í skjól og það dreymir um frið. Þau sem hingað eru komin frá Palestínu hafa margt fram að færa fyrir íslenskt samfélag og ég er sannfærð um að hver sú manneskja sem gefur sér tíma til að setjast niður með einhverju þeirra muni sjá það. Það er mikil ólga í heiminum sem og íslensku samfélagi um þessar mundir og auðvelt að sundra fólki með reiði. En ég hef trú á íslensku samfélagi og tel að samhjálp og mannúð séu grunngildi þess. Við styðjum hvort annað og þau sem þurfa á því að halda og sköpum saman sterkt bakland. Höldum þessi gildi í heiðri því þau eru það sem gerir samfélagið okkar að góðum stað og þau falla aldrei úr gildi. Höfundur er ráðgjafi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun