Atvikið átti sér stað snemma leiks og tafði það leikinn um tíu mínútur. Hvað leikinn varðar þá kom Ruben Loftus-Cheek gestunum yfir eftir rúman hálftíma en Lazar Samardžić jafnaði áður en fyrri hálfleik var lokið. Florian Thauvin skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið eftir rétt rúman klukkutíma.
Udinese-AC Milan game has been suspended for 10 minutes due to racist chants from Udinese fans to Mike Maignan.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2024
Maignan told the referee first then he decided to leave the pitch.
French GK returned after 10 mins as game restarted.
What a shame. We re with you, Mike pic.twitter.com/N5wHdzbf7t
Á 83. mínútu jafnaði Luka Jović metin fyrir gestina frá Mílanó. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan tíma skoraði Noah Okafor sigurmarkið eftir undirbúning Oliver Giroud, lokatölur 3-2 gestunum í vil.
Eftir dramatískan sigur er AC Milan í 3. sæit með 45 stig, sex á eftir toppliði Inter. Udinese er í 17. sæti með 18 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.
Fyrr í dag fór annar leikur fram, þar vann Roma 2-1 sigur á Hellas Verona. Var þetta fyrsti leikur Rómverja síðan José Mourinho var látinn taka poka sinn. Þá var þetta fyrsti leikur þeirra undir stjórn Daniele De Rossi.
Rómverjar skoruðu tvö á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og lögðu þar með grunn að góðum sigri. Romelu Lukaku braut ísinn á 19. mínútu og stuttu síðar tvöfaldaði Lorenzo Pellegrini forystuna. Staðan 2-0 í hálfleik.
Gestirnir fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik en hún fór forgörðum. Michael Folorunsho minnkaði hins vegar muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 2-1. Roma nú í 8. sæti með 32 stig, aðeins tveimur minna en Fiorentina í 4. sætinu sem á þó leik til góða.