Alvöru þjóðarsátt Friðrik Jónsson skrifar 20. janúar 2024 15:12 Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Friðrik Jónsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun