Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 19. janúar 2024 16:20 „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær,“ segir Hildur Margrét. Landsbankinn/Björn Steinbekk Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira