Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 15:19 Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Fitness sport. Vísir/vilhelm Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt. Lyf Verslun Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt.
Lyf Verslun Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf