„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 10:00 Janus Daði Smárason fékk að spila meira og stóð sig mjög vel. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. „Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
„Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira