„Þetta verður löng nótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 21:52 Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í varnarleiknum í kvöld. Það dugði bara ekki til og hann var rosalega svekktur í leikslok. Vísir/Vilhelm Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik í kvöld í naumu tapi íslenska landsliðsins á móti Þjóðverjum. Ýmir fór fyrir vörninni sem átti sinn besta leik á mótinu. „Þetta er alveg ömurleg tilfinning og það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta. Þetta verður löng nótt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson en hvað fór með þetta fyrir íslenska liðið? „ Svona stuttu eftir leik þá nær ég eiginlega ekki að átta mig á því. Við fáum á okkur 26 mörk í dag, vorum að spila flotta vörn og fengum flotta markvörslu með okkur. Við förum eftir okkar prinsippum og erum fastir fyrir með góðri hjálparvörn og allt það,“ sagði Ýmir. „Við erum líka að fá frábær færi í sókninni. Jú jú, við klúðruðum einhverjum vítum og dauðafærum en það er bara eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt að sætta sig við þetta svona stuttu eftir leik,“ sagði Ýmir. Klippa: Viðtal við Ými eftir Þýskalandsleik Hann hlýtur að vera mjög ánægður með hvernig hann sjálfur spilaði leikinn? „Já, já, Alveg eins. Það skiptir ekki máli af því að við náðum ekki að vinna. Einhver einstaklingsframtök skipta þá ekki máli,“ sagði Ýmir sem var mjög ósáttur með tveggja mínútna brottvísun undir lokin. „Mér fannst þetta vera mjög soft og ekki tvær mínútur. Kannski hef ég bara átt það inni eins og vanalega,“ sagði Ýmir en það er hægt að byggja á þessari frammistöðu í þessum þremur leikjum sem liðið á eftir. „Það eru þrír leikir eftir í milliriðli og það eru sex stig í boði. Það eru bata sex stig sem við ætlum að ná okkur í. Það er ekkert flóknara en það og þýðir ekkert annað. Það er klárlega markmiðið,“ sagði Ýmir. „Nú tekur við bara endurheimt og svo bara að undirbúa sig fyrir næsta andstæðing sem er á laugardaginn,“ sagði Ýmir. Ýmir hefur spilað minna á þessu móti en oft áður. Var mikið hungur í honum í þessum leik? „Já, auðvitað. Maður vill spila, spila og spila. Það segir sig sjálft. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið. Núna var það meiri spilatími en í síðasta leik. Ég treysti bara okkar þjálfara til þess að stilla þessu upp,“ sagði Ýmir. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Þetta er alveg ömurleg tilfinning og það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta. Þetta verður löng nótt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson en hvað fór með þetta fyrir íslenska liðið? „ Svona stuttu eftir leik þá nær ég eiginlega ekki að átta mig á því. Við fáum á okkur 26 mörk í dag, vorum að spila flotta vörn og fengum flotta markvörslu með okkur. Við förum eftir okkar prinsippum og erum fastir fyrir með góðri hjálparvörn og allt það,“ sagði Ýmir. „Við erum líka að fá frábær færi í sókninni. Jú jú, við klúðruðum einhverjum vítum og dauðafærum en það er bara eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt að sætta sig við þetta svona stuttu eftir leik,“ sagði Ýmir. Klippa: Viðtal við Ými eftir Þýskalandsleik Hann hlýtur að vera mjög ánægður með hvernig hann sjálfur spilaði leikinn? „Já, já, Alveg eins. Það skiptir ekki máli af því að við náðum ekki að vinna. Einhver einstaklingsframtök skipta þá ekki máli,“ sagði Ýmir sem var mjög ósáttur með tveggja mínútna brottvísun undir lokin. „Mér fannst þetta vera mjög soft og ekki tvær mínútur. Kannski hef ég bara átt það inni eins og vanalega,“ sagði Ýmir en það er hægt að byggja á þessari frammistöðu í þessum þremur leikjum sem liðið á eftir. „Það eru þrír leikir eftir í milliriðli og það eru sex stig í boði. Það eru bata sex stig sem við ætlum að ná okkur í. Það er ekkert flóknara en það og þýðir ekkert annað. Það er klárlega markmiðið,“ sagði Ýmir. „Nú tekur við bara endurheimt og svo bara að undirbúa sig fyrir næsta andstæðing sem er á laugardaginn,“ sagði Ýmir. Ýmir hefur spilað minna á þessu móti en oft áður. Var mikið hungur í honum í þessum leik? „Já, auðvitað. Maður vill spila, spila og spila. Það segir sig sjálft. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið. Núna var það meiri spilatími en í síðasta leik. Ég treysti bara okkar þjálfara til þess að stilla þessu upp,“ sagði Ýmir.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira