Raunverð íbúðaverðs lækkar og kaupkeðjur oftar að rofna Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2024 07:18 Hrein ný íbúðalán námu 19,1 milljarða króna í nóvember samanborið við 12,9 milljarða í október og á föstu verðlagi hafa útlánin í einum mánuði ekki verið meiri síðan í ágúst 2022. Vísir/Vilhelm Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þrjú prósent síðastliðna tólf mánuði. Merki eru um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þá benda tölur til að kaupkeðjur séu oftar að rofna en einnig fjölgunar íbúða sem teknar eru af sölu án þess að seljast. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að þó að raunverð íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað síðasta árið þá hafi vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um hálft prósent á milli mánaða í desember og síðastliðna tólf mánuði hafi vísitalan hækkað um 4,5 prósent. Í skýrslunni segir einnig að á síðasta ári hafi 3.079 nýbyggðar íbúðir verið fullbúnar, en til viðbótar hafi íbúðum fjölgað um 378 og því hafi fullbúnum íbúðum fjölgað um 3.457 á árinu. Þá megi sjá merki um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Flestar þeirra, um helmingur, eru í sveitarfélögunum Árborg og Ölfusi og hafi þeim farið hratt fækkandi frá miðju síðasta ári. Kaupkeðjur að rofna Í skýrslunni segir að kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið um sjö hundruð í nóvember og sé miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og árstíðarleiðréttar tölur eða nóvembermánuð 2022 fækkar samningum um fjögur prósent milli mánaða. Ef rýnt er í tölur um fjölda fasteigna sem teknar voru úr sölu í desember þá voru 818 fasteignir teknar úr sem er lítils háttar fækkun frá nóvember þegar 821 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa. Síðustu mánuði virðist fylgnin á höfuðborgarsvæðinu hafa minnkað sem gæti bent til þess að kaupkeðjan þar sé í einhverju mæli að rofna og þ.a.l. verði ekkert af viðskiptum. Einnig gæti verið að íbúðir séu í auknum mæli teknar úr sölu án þess að seljast. Ný útlán í nóvember ekki verið hærri síðan 2022 Hrein ný íbúðalán námu 19,1 ma. kr. í nóvember samanborið við 12,9 ma. kr. í október og á föstu verðlagi hafa útlánin í einum mánuði ekki verið meiri síðan í ágúst 2022. Þessi breyting í útlánum hefur ekki leitt til aukinnar veltu á íbúðamarkaði, en hún dróst saman milli mánaða um rúm 6% í nóvember. Verðtryggð lán eru ríkjandi bæði hjá bönkum og lífeyrissjóðum þessi dægrin. Verulegar uppgreiðslur óverðtryggðra lána heimila halda áfram. Þar sem þær uppgreiðslur eiga sér stað hjá bönkum þá voru hrein ný útlán álíka mikil hjá bönkum og lífeyrissjóðum í nóvembermánuði. HMS Hvar eru nýbyggingarnar á höfuðborgarsvæðinu? Samkvæmt fasteignaskrá eru 10.910 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar og er 6.331 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru 4.579 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru flestar íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar í póstnúmeri 221 í Hafnarfirði og þar á eftir kemur póstnúmer 210 í Garðabæ. Í Reykjavík eru flestar íbúðirnar í Vogahverfi i (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113) (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113),“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að þó að raunverð íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað síðasta árið þá hafi vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um hálft prósent á milli mánaða í desember og síðastliðna tólf mánuði hafi vísitalan hækkað um 4,5 prósent. Í skýrslunni segir einnig að á síðasta ári hafi 3.079 nýbyggðar íbúðir verið fullbúnar, en til viðbótar hafi íbúðum fjölgað um 378 og því hafi fullbúnum íbúðum fjölgað um 3.457 á árinu. Þá megi sjá merki um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Flestar þeirra, um helmingur, eru í sveitarfélögunum Árborg og Ölfusi og hafi þeim farið hratt fækkandi frá miðju síðasta ári. Kaupkeðjur að rofna Í skýrslunni segir að kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið um sjö hundruð í nóvember og sé miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og árstíðarleiðréttar tölur eða nóvembermánuð 2022 fækkar samningum um fjögur prósent milli mánaða. Ef rýnt er í tölur um fjölda fasteigna sem teknar voru úr sölu í desember þá voru 818 fasteignir teknar úr sem er lítils háttar fækkun frá nóvember þegar 821 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa. Síðustu mánuði virðist fylgnin á höfuðborgarsvæðinu hafa minnkað sem gæti bent til þess að kaupkeðjan þar sé í einhverju mæli að rofna og þ.a.l. verði ekkert af viðskiptum. Einnig gæti verið að íbúðir séu í auknum mæli teknar úr sölu án þess að seljast. Ný útlán í nóvember ekki verið hærri síðan 2022 Hrein ný íbúðalán námu 19,1 ma. kr. í nóvember samanborið við 12,9 ma. kr. í október og á föstu verðlagi hafa útlánin í einum mánuði ekki verið meiri síðan í ágúst 2022. Þessi breyting í útlánum hefur ekki leitt til aukinnar veltu á íbúðamarkaði, en hún dróst saman milli mánaða um rúm 6% í nóvember. Verðtryggð lán eru ríkjandi bæði hjá bönkum og lífeyrissjóðum þessi dægrin. Verulegar uppgreiðslur óverðtryggðra lána heimila halda áfram. Þar sem þær uppgreiðslur eiga sér stað hjá bönkum þá voru hrein ný útlán álíka mikil hjá bönkum og lífeyrissjóðum í nóvembermánuði. HMS Hvar eru nýbyggingarnar á höfuðborgarsvæðinu? Samkvæmt fasteignaskrá eru 10.910 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar og er 6.331 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru 4.579 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru flestar íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar í póstnúmeri 221 í Hafnarfirði og þar á eftir kemur póstnúmer 210 í Garðabæ. Í Reykjavík eru flestar íbúðirnar í Vogahverfi i (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113) (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113),“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira