Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 15:02 Forseti Frakklands ætlar að tækla lækkandi fæðingartíðni landsins með auknu fæðingarorlofi og auknu aðgengi að frjósemismeðferðum. Vísir/EPA Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14
Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23
Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38