Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2024 15:16 Sigmundur ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar, í Pallborðinu í dag. Vísir/Ívar Fannar Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna mættu til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Pallborðið á Vísi í dag, til að ræða stöðuna í pólitíkinni. Fyrstu spurningar sneru að viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við hamförum helgarinnar í Grindavík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði stjórnvöld hafa mátt gera betur við að lágmarka óvissu. Hann sagði stjórnvöld alltaf bregðast við öllu á síðustu stundu. „Núna þá verður óþægilega fátt um svör, eins og var mjög áberandi á íbúafundinum í gær,“ sagði Sigmundur og vísaði til fundar í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem nokkrir ráðherrar ríkisstjórnar voru á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum. Sætti sig við að leysa þurfi fólk út „Við þessar aðstæður, þar sem óvissan er auðvitað til staðar, þá þarf að reyna að lágmarka hana eins og stjórnvöld mögulega geta, og þau gætu gert miklu meira af því,“ sagði Sigmundur og nefndi sem dæmi að stjórnvöld yrðu að sætta sig við að á einhverjum tímapunkti myndi þurfa að „borga fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík, kjósi fólk það. „Það er ekki hægt að halda fólki í viðvarandi óvissu í mörg ár. Það liggur núna fyrir að hálfu sérfræðinga að það verði ekki hægt að flytja til Grindavíkur um fyrirsjáanlega framtíð. Þá þarf fólk einhverja vissu um hvað tekur við. Eitt af því ætti að vera það að ef fólk kýs, þá sé ríkið tilbúið að borga það út, eins og það er kallað, eða leysa það út,“ sagði Sigmundur. Í fréttum okkar fyrr í dag kom fram að heildarfasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður, en brunabótamat sömu eigna rúmlega fimm milljörðum hærra. Sigmundur segir þetta vissulega háar fjárhæðir. „En þetta er til dæmis brot af því sem við tókum í slagnum við slitabúin. Þetta er bara eins og eins árs hallarekstur ríkisstjórnarinnar, eða minna en það. Og þá á eftir að taka með í reikninginn tryggingarnar sem eru þegar til staðar, og náttúruhamfarasjóð sem er með sínar baktryggingar að auki,“ sagði Sigmundur. Hallarekstur ríkissjóðs árið 2022 var til að mynda 175 milljarða króna. Breið samstaða Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði engan þurfa að velkjast í vafa um samstöðu stjórnmálamanna um að gera hlutina eins létta fyrir Grindvíkinga og mögulegt væri. Hún tók undir með Sigmundi og sagði ríkisstjórnina mega gera meira til að draga úr óvissu. „Það ríður bara á fyrir Grindvíkinga núna að fá skýr svör, að það sé hlustað á óskir þeirra, og þeir fái skýr svör um framhaldið, bæði til skemmri tíma en líka til lengri tíma. Þetta kostar, það er alveg klárt, en til þess eru stjórnmálin, að taka utan um fólkið þegar á reynir,“ sagði Hanna Katrín. Stjórnvöld hafi leyft sér lúxus Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hjá Pírötum, sagði fullkomna samstöðu á þinginu um að styðja Grindvíkinga. Fólk gæti hins vegar tekist á um útfærsluna. „Svo er ákveðinn meirihluti á þinginu, og ég held að þau hafi kannski leyft sér þann lúxus að vona bara það besta,“ segir Þórhildur Sunna. Ein sviðsmyndanna hafi verið að til rýmingar Grindavíkur til lengri tíma gæti komið. „Þá finnst mér ótrúlega undarlegt að þessi tími hafi ekki verið notaður til að teikna upp þá sviðsmynd,“ segir Þórhildur Sunna. Hún hafi óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd strax á sunnudaginn, til að fara yfir hvernig verði brugðist við, þegar kemur að fjármálum Grindvíkinga. „Hvenær á að leysa fólk úr snörunni, eins og þetta var orðað svo vel af Bryndísi Gunnlaugsdóttur á íbúafundinum í gær. En ég fæ ekki þá ósk mína uppfyllta fyrr en á morgun.“ Inga Sæland, Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Vísir/Ívar Fannar Skilaboðin eigi að vera skýr Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist vona að ríkisstjórnin hafi horft á fleiri en einn möguleika í stöðunni þegar jarðhræringalotan í Grindavík hófst 10. nóvember. Grindvíkingar verði að hafa fullvissu fyrir því að stjórnvöld standi þétt við bakið á þeim. „Samfylkingin hefur alveg verið skýr á því að það getur verið mjög skynsamlegt, og við styðjum það að það sé skoðað, að kaupa upp eignir þeirra sem það vilja,“ sagði Logi. Skoða þyrfti áhrif aðgerðanna á hagkerfið, húsnæðismarkaðinn og fleira, og útfæra eftir þeim. „En skilaboðin eiga að vera, skilyrðislaust: Já, við erum tilbúin til að gera þetta.“ Samfélagið blæði fyrir óhæf stjórnvöld Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Loga og sagði að skilyrðislaust ætti að leysa út þá Grindvíkinga sem það vildu. „Þegar verið er að tala um krónur og aura þá hef ég ekki getað betur séð en að fjármunum sé forgangsraðað mörgum sinnum út um gluggann,“ sagði Inga. Hún sagði stjórnvöld hafa komið illa undirbúin inn í hamfarirnar sem urðu um helgina. Inga sagði víða hægt að sækja fjármuni til þess að koma til móts við Grindvíkinga. Nefndi hún bankaskatt og staðgreiðsluinnborganir lífeyrissjóða. „Þeim er í lófa lagið að sækja peninga, án þess að kvarta, þangað sem nóg er af þeim fyrir. Og við eigum aldrei, aldrei nokkurn tímann, að láta samfélagið okkar blæða fyrir það á nokkurn hátt að við sitjum hér með óhæf stjórnvöld.“ Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Pallborðið Rekstur hins opinbera Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna mættu til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Pallborðið á Vísi í dag, til að ræða stöðuna í pólitíkinni. Fyrstu spurningar sneru að viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við hamförum helgarinnar í Grindavík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði stjórnvöld hafa mátt gera betur við að lágmarka óvissu. Hann sagði stjórnvöld alltaf bregðast við öllu á síðustu stundu. „Núna þá verður óþægilega fátt um svör, eins og var mjög áberandi á íbúafundinum í gær,“ sagði Sigmundur og vísaði til fundar í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem nokkrir ráðherrar ríkisstjórnar voru á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum. Sætti sig við að leysa þurfi fólk út „Við þessar aðstæður, þar sem óvissan er auðvitað til staðar, þá þarf að reyna að lágmarka hana eins og stjórnvöld mögulega geta, og þau gætu gert miklu meira af því,“ sagði Sigmundur og nefndi sem dæmi að stjórnvöld yrðu að sætta sig við að á einhverjum tímapunkti myndi þurfa að „borga fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík, kjósi fólk það. „Það er ekki hægt að halda fólki í viðvarandi óvissu í mörg ár. Það liggur núna fyrir að hálfu sérfræðinga að það verði ekki hægt að flytja til Grindavíkur um fyrirsjáanlega framtíð. Þá þarf fólk einhverja vissu um hvað tekur við. Eitt af því ætti að vera það að ef fólk kýs, þá sé ríkið tilbúið að borga það út, eins og það er kallað, eða leysa það út,“ sagði Sigmundur. Í fréttum okkar fyrr í dag kom fram að heildarfasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður, en brunabótamat sömu eigna rúmlega fimm milljörðum hærra. Sigmundur segir þetta vissulega háar fjárhæðir. „En þetta er til dæmis brot af því sem við tókum í slagnum við slitabúin. Þetta er bara eins og eins árs hallarekstur ríkisstjórnarinnar, eða minna en það. Og þá á eftir að taka með í reikninginn tryggingarnar sem eru þegar til staðar, og náttúruhamfarasjóð sem er með sínar baktryggingar að auki,“ sagði Sigmundur. Hallarekstur ríkissjóðs árið 2022 var til að mynda 175 milljarða króna. Breið samstaða Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði engan þurfa að velkjast í vafa um samstöðu stjórnmálamanna um að gera hlutina eins létta fyrir Grindvíkinga og mögulegt væri. Hún tók undir með Sigmundi og sagði ríkisstjórnina mega gera meira til að draga úr óvissu. „Það ríður bara á fyrir Grindvíkinga núna að fá skýr svör, að það sé hlustað á óskir þeirra, og þeir fái skýr svör um framhaldið, bæði til skemmri tíma en líka til lengri tíma. Þetta kostar, það er alveg klárt, en til þess eru stjórnmálin, að taka utan um fólkið þegar á reynir,“ sagði Hanna Katrín. Stjórnvöld hafi leyft sér lúxus Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hjá Pírötum, sagði fullkomna samstöðu á þinginu um að styðja Grindvíkinga. Fólk gæti hins vegar tekist á um útfærsluna. „Svo er ákveðinn meirihluti á þinginu, og ég held að þau hafi kannski leyft sér þann lúxus að vona bara það besta,“ segir Þórhildur Sunna. Ein sviðsmyndanna hafi verið að til rýmingar Grindavíkur til lengri tíma gæti komið. „Þá finnst mér ótrúlega undarlegt að þessi tími hafi ekki verið notaður til að teikna upp þá sviðsmynd,“ segir Þórhildur Sunna. Hún hafi óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd strax á sunnudaginn, til að fara yfir hvernig verði brugðist við, þegar kemur að fjármálum Grindvíkinga. „Hvenær á að leysa fólk úr snörunni, eins og þetta var orðað svo vel af Bryndísi Gunnlaugsdóttur á íbúafundinum í gær. En ég fæ ekki þá ósk mína uppfyllta fyrr en á morgun.“ Inga Sæland, Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Vísir/Ívar Fannar Skilaboðin eigi að vera skýr Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist vona að ríkisstjórnin hafi horft á fleiri en einn möguleika í stöðunni þegar jarðhræringalotan í Grindavík hófst 10. nóvember. Grindvíkingar verði að hafa fullvissu fyrir því að stjórnvöld standi þétt við bakið á þeim. „Samfylkingin hefur alveg verið skýr á því að það getur verið mjög skynsamlegt, og við styðjum það að það sé skoðað, að kaupa upp eignir þeirra sem það vilja,“ sagði Logi. Skoða þyrfti áhrif aðgerðanna á hagkerfið, húsnæðismarkaðinn og fleira, og útfæra eftir þeim. „En skilaboðin eiga að vera, skilyrðislaust: Já, við erum tilbúin til að gera þetta.“ Samfélagið blæði fyrir óhæf stjórnvöld Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Loga og sagði að skilyrðislaust ætti að leysa út þá Grindvíkinga sem það vildu. „Þegar verið er að tala um krónur og aura þá hef ég ekki getað betur séð en að fjármunum sé forgangsraðað mörgum sinnum út um gluggann,“ sagði Inga. Hún sagði stjórnvöld hafa komið illa undirbúin inn í hamfarirnar sem urðu um helgina. Inga sagði víða hægt að sækja fjármuni til þess að koma til móts við Grindvíkinga. Nefndi hún bankaskatt og staðgreiðsluinnborganir lífeyrissjóða. „Þeim er í lófa lagið að sækja peninga, án þess að kvarta, þangað sem nóg er af þeim fyrir. Og við eigum aldrei, aldrei nokkurn tímann, að láta samfélagið okkar blæða fyrir það á nokkurn hátt að við sitjum hér með óhæf stjórnvöld.“ Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Pallborðið Rekstur hins opinbera Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira