Danska konungshöllin greindi í morgun frá útgáfu bókarinnar, sem ber titilinn Konungsorð (d. Kongeord) og skrifar Friðrik hana í samstarfi við rithöfundinn Jens Anderson sem áður hefur skráð ævisögu Friðriks.
Friðrik var krýndur konungur Danmerkur á sunnudaginn en í ávarpi sínu á nýársdag tilkynnti Margrét Þórhildur Danadrottning að hún hugðist afsala sér krúnunni þannig að Friðrik yrði konungur.
Bókin er 112 síður að lengd og segir Friðrik þar frá samband sitt við aðra í konungsfjölskyldunni og hugleiðingar sínar um sögu Danmerkur, fjölskylduna, hjónabandið, kristindóminn og samband Danmerkur og Færeyja og Grænlands.
„Ég er nú sá sem ég er. Ég mun einnig kappkosta að vera þannig konungur Danmerkur,“ segir Friðrik.
Í frétt DR kemur einnig fram að í bókinni segi Friðrik að „við eigum að passa upp á kristin gildi okkar. Hann segist fara með kvöldbæn með börnum sínum, finnist gott að fara í kirkju og kallar kristindóminn mikilvægan hluta af því sem Danir eru.
Þá segir hann að Danir eigi að taka „siðferðislega og mannúðlega ábyrgð á hver öðrum“.