„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 10:01 Snorri Steinn Guðjónsson er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari en hefur séð ýmislegt á stórmótum sem leikmaður. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu skiljanlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði þessum leik með átta marka mun og mun fara stigalaust og með þessi átta mörk í mínus inn í milliriðilinn. Einar vildi sérstaklega nefna mikið rót á leikmönnum hjá Snorra Steini þjálfara sem hefur verið duglegur að skipta leikmönnum inn á í leikjunum. „Chema Rodríguez (þjálfari Ungverja) er með mikla reynslu og ekki á sínu fyrsta móti sem þjálfari. Ég sé bara gott plan hjá honum. Hjá okkur í fyrri hálfleik voru Janus Daði, Gísli Þorgeir, Aron, Haukur Þrastar og Elvar inn á. Við vorum að spila með fimm rétthenta leikmenn á þrjátíu mínútum í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Jónsson. „Ég veit að menn eru að kalla eftir því að nota liðið betur. Gummi Gumm var gagnrýndur svolítið fyrir það að vera mjög fastheldin á ákveðna leikmenn og var ekki að rótera nógu mikið. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu,“ sagði Einar. „Í hvaða hlutverki á hver og einn að vera í. Hver á að vera jókerinn, hver á vera leiðtoginn og hver á að vera þessi og hinn. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sjálfa að taka sér eitthvað hlutverk þegar þú veist ekki hvaða hlutverki þú hefur í liðinu,“ sagði Einar „Eru þetta ekki bara algjörar þreifingar af því að það er enginn að finna sig upp á tíu. Ég skil samt alveg það sem þú ert að tala um,“ skaut Rúnar Kárason inn í. „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna. Spila bara á þessum og standa eða falla með því. Ekki bara út og suður. Ég myndi skilja þetta á einhverju æfingamóti en ég veit að við fáum ekki mikið af æfingarleikjum,“ sagði Einar en Rúnar tók ekki alveg undir þetta. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þegar ég er að tala um hlutverkin þá er ég miklu meira að tala um þau í klefanum og innan hópsins. Það er bara tilfinningin að það sé erfitt akkúrat núna,“ sagði Rúnar. „Hefur þú ekki áhyggjur af þessu að það sé bara einhver að spila einhvern tímann á einhverjum tímapunkti bara einhvers staðar meira að segja,“ sagði Einar. „Ekkert sérstaklega mikið nei. Mér finnst þetta allt vera geðveikt góðir leikmenn og ég veit að við munum finna taktinn hvort það sé á þessu móti eða á því næsta. Þá mun þetta skýrast miklu meira,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. 16. janúar 2024 23:00 Samfélagsmiðlar: Jarðarför í hálfleik og gefa Færeyjum sætið í milliriðli Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25. 16. janúar 2024 21:46 „Núna sýnum við karakterinn“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. 16. janúar 2024 21:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. 16. janúar 2024 21:39 „Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. 16. janúar 2024 21:37 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu skiljanlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði þessum leik með átta marka mun og mun fara stigalaust og með þessi átta mörk í mínus inn í milliriðilinn. Einar vildi sérstaklega nefna mikið rót á leikmönnum hjá Snorra Steini þjálfara sem hefur verið duglegur að skipta leikmönnum inn á í leikjunum. „Chema Rodríguez (þjálfari Ungverja) er með mikla reynslu og ekki á sínu fyrsta móti sem þjálfari. Ég sé bara gott plan hjá honum. Hjá okkur í fyrri hálfleik voru Janus Daði, Gísli Þorgeir, Aron, Haukur Þrastar og Elvar inn á. Við vorum að spila með fimm rétthenta leikmenn á þrjátíu mínútum í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Jónsson. „Ég veit að menn eru að kalla eftir því að nota liðið betur. Gummi Gumm var gagnrýndur svolítið fyrir það að vera mjög fastheldin á ákveðna leikmenn og var ekki að rótera nógu mikið. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu,“ sagði Einar. „Í hvaða hlutverki á hver og einn að vera í. Hver á að vera jókerinn, hver á vera leiðtoginn og hver á að vera þessi og hinn. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sjálfa að taka sér eitthvað hlutverk þegar þú veist ekki hvaða hlutverki þú hefur í liðinu,“ sagði Einar „Eru þetta ekki bara algjörar þreifingar af því að það er enginn að finna sig upp á tíu. Ég skil samt alveg það sem þú ert að tala um,“ skaut Rúnar Kárason inn í. „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna. Spila bara á þessum og standa eða falla með því. Ekki bara út og suður. Ég myndi skilja þetta á einhverju æfingamóti en ég veit að við fáum ekki mikið af æfingarleikjum,“ sagði Einar en Rúnar tók ekki alveg undir þetta. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þegar ég er að tala um hlutverkin þá er ég miklu meira að tala um þau í klefanum og innan hópsins. Það er bara tilfinningin að það sé erfitt akkúrat núna,“ sagði Rúnar. „Hefur þú ekki áhyggjur af þessu að það sé bara einhver að spila einhvern tímann á einhverjum tímapunkti bara einhvers staðar meira að segja,“ sagði Einar. „Ekkert sérstaklega mikið nei. Mér finnst þetta allt vera geðveikt góðir leikmenn og ég veit að við munum finna taktinn hvort það sé á þessu móti eða á því næsta. Þá mun þetta skýrast miklu meira,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. 16. janúar 2024 23:00 Samfélagsmiðlar: Jarðarför í hálfleik og gefa Færeyjum sætið í milliriðli Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25. 16. janúar 2024 21:46 „Núna sýnum við karakterinn“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. 16. janúar 2024 21:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. 16. janúar 2024 21:39 „Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. 16. janúar 2024 21:37 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. 16. janúar 2024 23:00
Samfélagsmiðlar: Jarðarför í hálfleik og gefa Færeyjum sætið í milliriðli Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25. 16. janúar 2024 21:46
„Núna sýnum við karakterinn“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. 16. janúar 2024 21:41
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. 16. janúar 2024 21:39
„Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. 16. janúar 2024 21:37
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti