Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. janúar 2024 19:03 Íbúafundurinn í Laugardalshöll er mjög fjölmennur. Vísir/Sigurjón Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. Þetta kom fram á íbúafundi Grindavíkur í Laugardalshöll nú síðdegis. Bryndís Guðlaugsdóttir, Grindvíkingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, var meðal þeirra sem ávörpuðu ráðamenn á fundinum. Hún uppskar standandi lófatak fyrir ummælin. Klippa: Bryndís Gunnlaugsdóttir spyr spurningar á íbúafundi Grindavíkur „Erfiðasti dagurinn frá 10. nóvember var að vakna um morguninn og sjá að húsið mitt væri ekki brunnið. Ef það hefði brunnið þá hefði ég fengið fjárhagslegt sjálfstæði og vissu, og þessi snara sem var utan um hálsinn minn væri farin.“ Bryndís sagðist einhvern daginn vilja fara aftur heim til Grindavíkur og hjálpa til við að byggja bæinn aftur upp þegar hann verður öruggur. Um væri að ræða spurningu um ár en ekki mánuði. Plástrar á lífshættuleg sár „Það sem ég er mest hrædd við að er að þið ætlið ekki að skera fólk úr þessari snöru og íbúar neyðist til þess að fara heim, vegna þess að af fjárhagslegum ástæðum séu þau föst í Grindavík.“ Bryndís sagði að fólk verði að vilja fara heim. Til þess að geta farið heim með baráttuhug yrði það fyrst að setja á sig súrefnisgrímuna. „Allt sem er búið að gera núna eru plástrar á lífshættuleg sár. Bráðabirgðahúsnæði er ekki heimili. Ég spyr: Hversu lengi þurfum við að vera í þessari óvissu þar til þið byrjið að hugsa um að gera eins og gert er á snjóflóðasvæði, eða þar sem eru aurskriður, að kaupa okkur út svo við fáum sjálfstæði okkar aftur, sjálfsákvörðunarrétt og öryggi?“ Stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði Bryndísi á fundinum. Hún sagðist skilja stöðu Grindvíkinga, sem ekki geta séð fyrir sér að byggja heimili í bænum sínum. Katrín sagði að stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn. Það sé hinsvegar unnið að því hörðum höndum að finna lausnir. Þær muni kalla á sértækar aðgerðir og lagabreytingar. Mikilvægt sé að vanda til verka. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Þetta kom fram á íbúafundi Grindavíkur í Laugardalshöll nú síðdegis. Bryndís Guðlaugsdóttir, Grindvíkingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, var meðal þeirra sem ávörpuðu ráðamenn á fundinum. Hún uppskar standandi lófatak fyrir ummælin. Klippa: Bryndís Gunnlaugsdóttir spyr spurningar á íbúafundi Grindavíkur „Erfiðasti dagurinn frá 10. nóvember var að vakna um morguninn og sjá að húsið mitt væri ekki brunnið. Ef það hefði brunnið þá hefði ég fengið fjárhagslegt sjálfstæði og vissu, og þessi snara sem var utan um hálsinn minn væri farin.“ Bryndís sagðist einhvern daginn vilja fara aftur heim til Grindavíkur og hjálpa til við að byggja bæinn aftur upp þegar hann verður öruggur. Um væri að ræða spurningu um ár en ekki mánuði. Plástrar á lífshættuleg sár „Það sem ég er mest hrædd við að er að þið ætlið ekki að skera fólk úr þessari snöru og íbúar neyðist til þess að fara heim, vegna þess að af fjárhagslegum ástæðum séu þau föst í Grindavík.“ Bryndís sagði að fólk verði að vilja fara heim. Til þess að geta farið heim með baráttuhug yrði það fyrst að setja á sig súrefnisgrímuna. „Allt sem er búið að gera núna eru plástrar á lífshættuleg sár. Bráðabirgðahúsnæði er ekki heimili. Ég spyr: Hversu lengi þurfum við að vera í þessari óvissu þar til þið byrjið að hugsa um að gera eins og gert er á snjóflóðasvæði, eða þar sem eru aurskriður, að kaupa okkur út svo við fáum sjálfstæði okkar aftur, sjálfsákvörðunarrétt og öryggi?“ Stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði Bryndísi á fundinum. Hún sagðist skilja stöðu Grindvíkinga, sem ekki geta séð fyrir sér að byggja heimili í bænum sínum. Katrín sagði að stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn. Það sé hinsvegar unnið að því hörðum höndum að finna lausnir. Þær muni kalla á sértækar aðgerðir og lagabreytingar. Mikilvægt sé að vanda til verka.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira