„Stríð í sextíu mínútur á móti þessum turnum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 13:30 Varnarnaglinn Ýmir Örn Gíslason gleðst með áhorfendum eftir að sigurinn gegn Svartfellingum var í höfn. VÍSIR/VILHELM Ýmir Örn Gíslason, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, fær að glíma við einn allra erfiðasta línumann heims í kvöld þegar hann tekst á við hinn tröllvaxna Bence Bánhidi. Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira