Gidsel skuldar Landin bjór fyrir allar stoðsendingarnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2024 11:31 Niklas Landin vill vera verðlaunaður með fljótandi veigum fyrir að leggja upp mörk fyrir Mathias Gidsel. getty/Sebastian Widmann Það var skiljanlega létt yfir leikmönnum danska karlalandsliðsins í handbolta eftir sigurinn stóra á Portúgal á EM í Þýskalandi í gær. Danir sýndu hvers þeir eru megnugir gegn Portúgölum sem höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. Þeir unnu tíu marka sigur, 37-27, og fara því með tvö stig inn í milliriðla. Portúgalir spiluðu ítrekað með sjö sóknarmenn en Danir voru duglegir að refsa þeim með því að skora í tómt markið. Mathias Gidsel fór þar fremstur í flokki en hann skoraði alls ellefu mörk í leiknum, þar af nokkur í tómt mark Portúgals. „Það hlýtur að hafa verið pirrandi fyrir Portúgal að berjast af öllum mætti en síðan hleypur bara lítill Dani og skorar í tómt markið,“ sagði Gidsel eftir leikinn í Ólympíuhöllinni í München, þeirri sömu og leikir Íslands í C-riðli fara fram í. Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Dana, varði ekki bara sextán skot (39 prósent) heldur átti hann þátt í fjölmörgum mörkum danska liðsins með því að vera snöggur að koma boltanum í leik. „Niklas er ekki bara einn af þeim bestu í heimi þegar kemur að því að standa í markinu heldur einnig að kasta boltanum á miðjuna,“ sagði Gidsel og bætti við að Landin vilji meina að hann skuldi sér bjór fyrir allar stoðsendingarnar. Gidsel skoraði líka nokkur mörk eftir sendingar frá línumanninum Magnusi Saugstrup. „Þetta var stoðsendingakeppni milli Niklas og Saugstrup. En það var góð stemmning í liðinu,“ sagði Gidsel. EM 2024 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Danir sýndu hvers þeir eru megnugir gegn Portúgölum sem höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. Þeir unnu tíu marka sigur, 37-27, og fara því með tvö stig inn í milliriðla. Portúgalir spiluðu ítrekað með sjö sóknarmenn en Danir voru duglegir að refsa þeim með því að skora í tómt markið. Mathias Gidsel fór þar fremstur í flokki en hann skoraði alls ellefu mörk í leiknum, þar af nokkur í tómt mark Portúgals. „Það hlýtur að hafa verið pirrandi fyrir Portúgal að berjast af öllum mætti en síðan hleypur bara lítill Dani og skorar í tómt markið,“ sagði Gidsel eftir leikinn í Ólympíuhöllinni í München, þeirri sömu og leikir Íslands í C-riðli fara fram í. Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Dana, varði ekki bara sextán skot (39 prósent) heldur átti hann þátt í fjölmörgum mörkum danska liðsins með því að vera snöggur að koma boltanum í leik. „Niklas er ekki bara einn af þeim bestu í heimi þegar kemur að því að standa í markinu heldur einnig að kasta boltanum á miðjuna,“ sagði Gidsel og bætti við að Landin vilji meina að hann skuldi sér bjór fyrir allar stoðsendingarnar. Gidsel skoraði líka nokkur mörk eftir sendingar frá línumanninum Magnusi Saugstrup. „Þetta var stoðsendingakeppni milli Niklas og Saugstrup. En það var góð stemmning í liðinu,“ sagði Gidsel.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira