Nú er nóg komið af ungversku svekkelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 12:30 BJarki Már Elísson svekktur eftir tap á móti Ungverjum á HM í fyrra. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Ungverjalandi í kvöld í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Þýskalandi. Íslenska liðið er enn taplaust á mótinu og getur með sigri tryggt það að liðið fari með fullt hús í milliriðilinn. Mótherjinn í kvöld, Ungverjaland, hefur unnið báða sína leiki á mótinu og er komið áfram fyrir lokaumferðina. Íslenska liðið gæti verið líka komið áfram ef Serbar ná ekki að vinna Svartfellinga í fyrri leik dagsins. Það breytir ekki því að íslensku strákarnir eru í kvöld að fara að mæta fornum fjendum, liðinu sem hefur eyðilagt allt of marga drauma íslenska landsliðsins undanfarin ár. Við erum í raun komin með nóg af ungversku svekkelsi og það er svo sannarlega kominn tími á að svekkja þá aðeins. Hvað er verið að tala um? Jú, hér fyrir neðan má sjá nokkur af þessum mjög svo svekkjandi úrslitum á móti Ungverjum á stórmótum í handbolta. Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir tapleikinn á móti Ungverjum á Ólympíuleikunum í London 2012.Getty/Jeff Gross/ HM í Austur-Þýskalandi 1958 Ísland vann frábæran sigur á Rúmenum í leiknum á undan en tapaði með þriggja marka mun á móti Ungverjum, 16-19, í lokaleik liðanna í riðlakeppni. Úrslitin þýddu að Ungverjar komust áfram en Íslendingar sátu eftir. HM í Tékkóslóvakíu 1964 Ísland vann frábæran sigur á Svíum í leiknum á undan og mátti tapa með fimm marka mun á móti Ungverjum í lokaleik riðilsins. Ungverjar unnu hins vegar níu marka sigur, 21-12, og komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Íslendinga. HM í Sviss 1986 Íslenska liðið hafði unnið Tékka og Rúmena í síðustu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni en tapaði með einu marki á móti Ungverjum, 20-21, í fyrsta leik milliriðilsins. Möguleikar íslenska liðsins að spila um verðlaun dofnuðu snögglega við þessi úrslit. HM í Kumamoto 1997 Íslenska liðið tapaði með einu marki á móti Ungverjum í átta liða úrslitum á HM 1997, 25-26, en þetta var eina tap íslenska liðsins á mótinu. Strákarnir enduðu í fimmta sæti eftir sigur á Spáni og Egyptalandi í leikjum um sæti fimm til átta. Ólympíuleikar í London 2012 Íslenska liðið tapaði í tvíframlengdum leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna í London, 33-34, eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína í riðlakeppninni. Snorri Steinn Guðjónsson gat tryggt íslenska liðinu sigur í venjulegum leiktíma en klúðraði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Íslenska liðið tapaði síðan eftir tvær framlengingar. EM í Svíþjóð 2020 Íslenska liðið vann Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fór stigalaust inn í milliriðil eftir sex marka tap á móti Ungverjum, 18-24, í lokaleiknum sínum. Það grátlega við þau úrslit er að íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 14-10, í upphafi seinni hálfleiksins. HM í Póllandi og Svíþjóð 2023 Það er stutt frá síðasta svekkelsi á móti Ungverjum eða bara eitt ár. Íslenska liðið vann Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fyrra en tapaði með tveggja marka mun, 28-30, á móti Ungverjum í leik tvö eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12. Þegar átján mínútur voru eftir þá voru íslensku strákarnir sex mörkum yfir, 25-19, en þeir töpuðu síðan lokakafla leiksins með átta mörkum, 3-11. Íslenska liðið tók þar með bara tvö stig með sér í milliriðil. Íslenska liðið komst ekki í átta liða úrslitin þar sem að þessi sigur skilaði Ungverjum áfram þegar liðin enduðu með jafnmörg stig í milliriðlinum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Íslenska liðið er enn taplaust á mótinu og getur með sigri tryggt það að liðið fari með fullt hús í milliriðilinn. Mótherjinn í kvöld, Ungverjaland, hefur unnið báða sína leiki á mótinu og er komið áfram fyrir lokaumferðina. Íslenska liðið gæti verið líka komið áfram ef Serbar ná ekki að vinna Svartfellinga í fyrri leik dagsins. Það breytir ekki því að íslensku strákarnir eru í kvöld að fara að mæta fornum fjendum, liðinu sem hefur eyðilagt allt of marga drauma íslenska landsliðsins undanfarin ár. Við erum í raun komin með nóg af ungversku svekkelsi og það er svo sannarlega kominn tími á að svekkja þá aðeins. Hvað er verið að tala um? Jú, hér fyrir neðan má sjá nokkur af þessum mjög svo svekkjandi úrslitum á móti Ungverjum á stórmótum í handbolta. Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir tapleikinn á móti Ungverjum á Ólympíuleikunum í London 2012.Getty/Jeff Gross/ HM í Austur-Þýskalandi 1958 Ísland vann frábæran sigur á Rúmenum í leiknum á undan en tapaði með þriggja marka mun á móti Ungverjum, 16-19, í lokaleik liðanna í riðlakeppni. Úrslitin þýddu að Ungverjar komust áfram en Íslendingar sátu eftir. HM í Tékkóslóvakíu 1964 Ísland vann frábæran sigur á Svíum í leiknum á undan og mátti tapa með fimm marka mun á móti Ungverjum í lokaleik riðilsins. Ungverjar unnu hins vegar níu marka sigur, 21-12, og komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Íslendinga. HM í Sviss 1986 Íslenska liðið hafði unnið Tékka og Rúmena í síðustu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni en tapaði með einu marki á móti Ungverjum, 20-21, í fyrsta leik milliriðilsins. Möguleikar íslenska liðsins að spila um verðlaun dofnuðu snögglega við þessi úrslit. HM í Kumamoto 1997 Íslenska liðið tapaði með einu marki á móti Ungverjum í átta liða úrslitum á HM 1997, 25-26, en þetta var eina tap íslenska liðsins á mótinu. Strákarnir enduðu í fimmta sæti eftir sigur á Spáni og Egyptalandi í leikjum um sæti fimm til átta. Ólympíuleikar í London 2012 Íslenska liðið tapaði í tvíframlengdum leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna í London, 33-34, eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína í riðlakeppninni. Snorri Steinn Guðjónsson gat tryggt íslenska liðinu sigur í venjulegum leiktíma en klúðraði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Íslenska liðið tapaði síðan eftir tvær framlengingar. EM í Svíþjóð 2020 Íslenska liðið vann Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fór stigalaust inn í milliriðil eftir sex marka tap á móti Ungverjum, 18-24, í lokaleiknum sínum. Það grátlega við þau úrslit er að íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 14-10, í upphafi seinni hálfleiksins. HM í Póllandi og Svíþjóð 2023 Það er stutt frá síðasta svekkelsi á móti Ungverjum eða bara eitt ár. Íslenska liðið vann Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fyrra en tapaði með tveggja marka mun, 28-30, á móti Ungverjum í leik tvö eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12. Þegar átján mínútur voru eftir þá voru íslensku strákarnir sex mörkum yfir, 25-19, en þeir töpuðu síðan lokakafla leiksins með átta mörkum, 3-11. Íslenska liðið tók þar með bara tvö stig með sér í milliriðil. Íslenska liðið komst ekki í átta liða úrslitin þar sem að þessi sigur skilaði Ungverjum áfram þegar liðin enduðu með jafnmörg stig í milliriðlinum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira