Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 18:56 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. „Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
„Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29
Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27
„Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40