„Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 11:31 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. „Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira