„Við erum með frábæra sóknarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 12:01 Elvar Örn Jónsson er íslenska liðinu afar mikilvægur enda öflugur á báðum endum vallarins. Hér er hann í loftinu í leiknum gegn Serbum. VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson er tilbúinn í frekari átök gegn þungum og öflugum leikmönnum Svartfjallalands á EM í handbolta í dag, eftir að hafa leitt öfluga vörn Íslands í jafnteflinu við Serba á föstudaginn. „Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
„Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00
Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32