Aurskriðan, sem féll í kjölfar mikillar úrkomu í norðvesturhluta Kólumbíu, hæfði akbraut sem tengir saman borgirnar Quibdo og Medellin í héraðinu Choco.
Björgunaraðgerðir standa enn yfir við rústirnar. Í yfirlýsingu frá kólumbískum yfirvöldum segir að nokkrir bílar á veginum hefðu orðið alveg undir skriðunni.
Francia Márquez, varaforseti Kólumbíu, sagði á samfélagsmiðlinum X að þó nokkur börn hafi verið meðal látinna. Hún gaf þó ekki upp fjölda þeirra.