„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2024 22:00 Ómar Ingi Magnússon náði sér engan veginn á strik gegn Serbum en er staðráðinn í að sýna sitt rétta andlit í næstu leikjum. VÍSIR/VILHELM „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. Ómar var vissulega langt frá sínu besta í 27-27 jafnteflinu við Serbíu í gærkvöld og hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir. Hann segir að stundum sé líka mikilvægt að „gleyma“ enda er örstutt í næsta leik, við Svartfjallaland á morgun klukkan 17. „Þetta var svolítið skrýtið, og erfiður gærdagur, sérstaklega þar sem við vorum alls ekki nógu beittir. En gríðarlega gott að ná í stigið,“ segir Ómar en leikmenn landsliðsins ræddu við fjölmiðla fyrir æfingu í München í dag. Um hvað hugsaði hann á koddanum í gærkvöld? „Bara um allt sem maður hefði getað gert betur, og liðið getað gert betur. Hvað maður hefði getað gert öðruvísi og allt það, svona eins og venjulega þegar ekki gengur vel,“ segir Ómar, ósáttur við sína frammistöðu en hann var þó bara einn af fleirum sem náðu sér engan veginn á strik í sóknarleiknum. Munum gera töluvert betur sóknarlega „Ég veit ekki af hverju þetta gerðist en við erum búnir að kíkja á þetta og sjá hvað við hefðum getað gert betur. Við náum vonandi að framkvæma betur í næsta leik. Þetta er einn leikur – ef þetta verður stabílt svona þá er það klárlega áhyggjuefni – en ég held að við munum mæta klárir í næsta leik og gera töluvert betur sóknarlega. Mér fannst vörnin vera nokkuð traust allan tímann, þó að það séu nokkur atriði þar sem við getum lagað líka. En þetta var aðallega sóknin. En maður þarf að vera fljótur að gleyma líka,“ segir Ómar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ómar Ingi svekktur með sig og liðið „Fullæstir á köflum“ „Þetta var fyrsti leikur og svona. Við vorum fullæstir á köflum. Kannski að hugsa of mikið sóknarlega, eða eitthvað þannig. Náðum bara ekki að spila basic handbolta nógu vel. Ákvörðunartakan var stundum sérstök og ekki það sem við erum vanir að gera. Vonandi var þetta bara einhver skrekkur í fyrsta leik og við getum komist í góðan takt,“ bætir hann við. Ómari var að sjálfsögðu létt að Ísland skyldi vinna upp þriggja marka forskot á síðustu hundrað sekúndum leiksins: „Þetta var bara rosalegt. Ég hálftrúði þessu ekki. Þetta sýnir ákveðin gæði, að geta búið til eitthvað svona úr engu, í vonlausri stöðu. Það er mjög sterkt.“ Svartfellingar nýti sömu aðferðir og Serbar Næst á dagskrá er leikurinn við Svartfellinga sem voru afar nálægt því að taka stig af Ungverjum í gærkvöld. „Þeir eru með flotta leikmenn líka. Þeir munu líka skoða leik okkar við Serba og sjá hvað þeir gerðu vel. Ég reikna með að þeir spili svipaðan varnarleik og Serbarnir, og við þurfum að vera klárir í hörkuslag,“ segir Ómar. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir EM í dag: Síðast endaði Ísland á að vinna verðlaun Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu. 13. janúar 2024 11:01 Myndaveisla: Ísland bjargaði stigi gegn Serbíu Ísland og Serbía skildu jöfn í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi en lokatölur leiksins voru 27-27 eftir frábæran endasprett íslenska liðsins. 13. janúar 2024 07:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:50 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Ómar var vissulega langt frá sínu besta í 27-27 jafnteflinu við Serbíu í gærkvöld og hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir. Hann segir að stundum sé líka mikilvægt að „gleyma“ enda er örstutt í næsta leik, við Svartfjallaland á morgun klukkan 17. „Þetta var svolítið skrýtið, og erfiður gærdagur, sérstaklega þar sem við vorum alls ekki nógu beittir. En gríðarlega gott að ná í stigið,“ segir Ómar en leikmenn landsliðsins ræddu við fjölmiðla fyrir æfingu í München í dag. Um hvað hugsaði hann á koddanum í gærkvöld? „Bara um allt sem maður hefði getað gert betur, og liðið getað gert betur. Hvað maður hefði getað gert öðruvísi og allt það, svona eins og venjulega þegar ekki gengur vel,“ segir Ómar, ósáttur við sína frammistöðu en hann var þó bara einn af fleirum sem náðu sér engan veginn á strik í sóknarleiknum. Munum gera töluvert betur sóknarlega „Ég veit ekki af hverju þetta gerðist en við erum búnir að kíkja á þetta og sjá hvað við hefðum getað gert betur. Við náum vonandi að framkvæma betur í næsta leik. Þetta er einn leikur – ef þetta verður stabílt svona þá er það klárlega áhyggjuefni – en ég held að við munum mæta klárir í næsta leik og gera töluvert betur sóknarlega. Mér fannst vörnin vera nokkuð traust allan tímann, þó að það séu nokkur atriði þar sem við getum lagað líka. En þetta var aðallega sóknin. En maður þarf að vera fljótur að gleyma líka,“ segir Ómar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ómar Ingi svekktur með sig og liðið „Fullæstir á köflum“ „Þetta var fyrsti leikur og svona. Við vorum fullæstir á köflum. Kannski að hugsa of mikið sóknarlega, eða eitthvað þannig. Náðum bara ekki að spila basic handbolta nógu vel. Ákvörðunartakan var stundum sérstök og ekki það sem við erum vanir að gera. Vonandi var þetta bara einhver skrekkur í fyrsta leik og við getum komist í góðan takt,“ bætir hann við. Ómari var að sjálfsögðu létt að Ísland skyldi vinna upp þriggja marka forskot á síðustu hundrað sekúndum leiksins: „Þetta var bara rosalegt. Ég hálftrúði þessu ekki. Þetta sýnir ákveðin gæði, að geta búið til eitthvað svona úr engu, í vonlausri stöðu. Það er mjög sterkt.“ Svartfellingar nýti sömu aðferðir og Serbar Næst á dagskrá er leikurinn við Svartfellinga sem voru afar nálægt því að taka stig af Ungverjum í gærkvöld. „Þeir eru með flotta leikmenn líka. Þeir munu líka skoða leik okkar við Serba og sjá hvað þeir gerðu vel. Ég reikna með að þeir spili svipaðan varnarleik og Serbarnir, og við þurfum að vera klárir í hörkuslag,“ segir Ómar.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir EM í dag: Síðast endaði Ísland á að vinna verðlaun Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu. 13. janúar 2024 11:01 Myndaveisla: Ísland bjargaði stigi gegn Serbíu Ísland og Serbía skildu jöfn í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi en lokatölur leiksins voru 27-27 eftir frábæran endasprett íslenska liðsins. 13. janúar 2024 07:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:50 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
EM í dag: Síðast endaði Ísland á að vinna verðlaun Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu. 13. janúar 2024 11:01
Myndaveisla: Ísland bjargaði stigi gegn Serbíu Ísland og Serbía skildu jöfn í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi en lokatölur leiksins voru 27-27 eftir frábæran endasprett íslenska liðsins. 13. janúar 2024 07:00
Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32
Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:50
Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07