Búist við snjókomu og brjáluðu veðri þegar Bills taka á móti Steelers Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 11:30 Leikmenn Buffalo Bills eru ekki óvanir því að leika í snjókomu. Vísir/Getty Veður gæti sett strik í reikninginn í tveimur leikjum NFL-deildarinnar um helgina. Búið er að senda út viðvörðun til stuðningsmanna vegna ofsaveðurs sem framundan er. Wild Card-helgin í NFL-deildinni er framundan og fer af stað í kvöld með leik Houston Texans og Cleveland Browns. Seinni leikur kvöldsins er leikur Kansas City Chiefs og Miami Dolphins og sólarstrákarnir frá Flórída þurfa að vera viðbúnir öðruvísi loftslagi í Kansas en þeir eru vanir. BREAKING: National Weather Service says all fans at the #Chiefs, #Dolphins game have to Cover all extremities including your head and face. It will be extremely dangerous temperatures, the NWS says. There will be a wind chill of NEGATIVE 30 DEGREES. pic.twitter.com/o8IcfZ5WUS— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Þegar leikurinn fer fram á morgun er búist við nístingskulda og í frétt Athletic um málið er haft eftir veðurfræðingi AccuWeather að búist sé við átta mínusgráðum í Kansas og vindkælingin gæti orðið allt að þrjátíu gráður í mínus. Leikur Chiefs og Dolphins er þó ekki eini leikurinn sem veðrið mun hafa áhrif á. Leikur Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers fer fram í Buffalo annað kvöld og þar er búist við snjókomu og miklu hvassviðri. BREAKING: The current view of the #Bills stadium for their game vs. the #Steelers.The team is now asking FANS to sign up and help clear it out pic.twitter.com/LRsPuTtw5B— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Snjókoman í Buffalo gæti gert áhorfendum erfitt fyrir að komast á Highmark-leikvanginn til að sjá leikinn en í gær biðlaði félagið til stuðningsmanna að mæta á svæðið og hjálpa til við að moka snjó af vellinum. Félagið var tilbúið að greiða hverjum sem kæmi 20 dollara á klukkutímann fyrir snjómoksturinn. Samkvæmt spám gætu hviður í New York-ríki farið í allt að 30 metra á sekúndu en NFL-deildin er ekki beint þekkt fyrir að fresta leikjum þrátt fyrir válynd veður. Ríkisstjóri New York hefur lýst yfir neyðarástandi í Vesturhluta ríkisins. BREAKING: Governor Kathy Hochul declared a State of Emergency for Western New York, there will be WHITEOUT during the #Steelers, #Bills game. 65 MPH winds, frigid wind chills and blowing lake-effect snow, and blizzard conditions are expected, along with a FOOT of snow (ABC) pic.twitter.com/DzwAKa08m7— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Leikur Houston Texans og Cleveland Browns verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kukkan 21:30 í kvöld og klukkan 01:00 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins. NFL Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Wild Card-helgin í NFL-deildinni er framundan og fer af stað í kvöld með leik Houston Texans og Cleveland Browns. Seinni leikur kvöldsins er leikur Kansas City Chiefs og Miami Dolphins og sólarstrákarnir frá Flórída þurfa að vera viðbúnir öðruvísi loftslagi í Kansas en þeir eru vanir. BREAKING: National Weather Service says all fans at the #Chiefs, #Dolphins game have to Cover all extremities including your head and face. It will be extremely dangerous temperatures, the NWS says. There will be a wind chill of NEGATIVE 30 DEGREES. pic.twitter.com/o8IcfZ5WUS— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Þegar leikurinn fer fram á morgun er búist við nístingskulda og í frétt Athletic um málið er haft eftir veðurfræðingi AccuWeather að búist sé við átta mínusgráðum í Kansas og vindkælingin gæti orðið allt að þrjátíu gráður í mínus. Leikur Chiefs og Dolphins er þó ekki eini leikurinn sem veðrið mun hafa áhrif á. Leikur Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers fer fram í Buffalo annað kvöld og þar er búist við snjókomu og miklu hvassviðri. BREAKING: The current view of the #Bills stadium for their game vs. the #Steelers.The team is now asking FANS to sign up and help clear it out pic.twitter.com/LRsPuTtw5B— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Snjókoman í Buffalo gæti gert áhorfendum erfitt fyrir að komast á Highmark-leikvanginn til að sjá leikinn en í gær biðlaði félagið til stuðningsmanna að mæta á svæðið og hjálpa til við að moka snjó af vellinum. Félagið var tilbúið að greiða hverjum sem kæmi 20 dollara á klukkutímann fyrir snjómoksturinn. Samkvæmt spám gætu hviður í New York-ríki farið í allt að 30 metra á sekúndu en NFL-deildin er ekki beint þekkt fyrir að fresta leikjum þrátt fyrir válynd veður. Ríkisstjóri New York hefur lýst yfir neyðarástandi í Vesturhluta ríkisins. BREAKING: Governor Kathy Hochul declared a State of Emergency for Western New York, there will be WHITEOUT during the #Steelers, #Bills game. 65 MPH winds, frigid wind chills and blowing lake-effect snow, and blizzard conditions are expected, along with a FOOT of snow (ABC) pic.twitter.com/DzwAKa08m7— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Leikur Houston Texans og Cleveland Browns verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kukkan 21:30 í kvöld og klukkan 01:00 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins.
NFL Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira