Þetta segir í svari Náttúruhamfaratryggingar við fyrirspurn fréttastofu um framhald aðgerða í bænum.
Greint hefur verið frá því að hlé hafi verið gert á öllum framkvæmdum við viðgerðir í bænum, eftir að maður féll ofan í sprungu. Hann hafði verið við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Leit að manninum var hætt í gær.
„Í ljósi nýliðinna atburða mun NTÍ stöðva allt frekara mat þangað til Almannavarnir hafa ákveðið næstu skref. Á þessari stundu er hugur okkar hjá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum mannsins sem leitað hefur verið að,“ segir í svari Náttúruhamfaratryggingar.