Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 12. janúar 2024 20:18 Vilhjálmur Birgisson segist vera óhress með aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira