Ný sviðsmynd kallar á nýja nálgun í hitun húsa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 12. janúar 2024 14:01 Við búum hér á landi við þau miklu forréttindi að geta notast við jarðvarma við upphitun húsa. Ákvörðun um að ráðast í þetta mikla verkefni var á sínum tíma aðdáunarverð og gjörbreytti lífsgæðum almennings. Með tímanum höfum við þó orðið góðu vön og þykir stöðugur aðgangur að jarðvarma þar sem hann er til staðar orðinn sjálfsagður. Yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesinu og sviðsmyndir sem ógnað hafa rekstri orkuversins á Svartsengi hafa þó vakið fjölmarga pípulagningameistara til umhugsunar um hvernig við hönnum lagnakerfi, enda sér Svartsengi yfir 12.000 heimilum og atvinnurekendum á Reykjanesinu fyrir húshitun. Sviðsmyndin er snýr að hitun húsa hefur tekið á sig aðra mynd og kallar á endurhugsun á því hvernig við hönnum og setjum upp lagnakerfa í mannvirkjum sem nýta jarðvarma til upphitunar. Taka þarf með í reikninginn að orkuverin geta lent í vanda eins og raungerðist á Reykjanesinu. Jarðhræringar tóku lagnir í sundur og reynt er að verja orkuverið með varnargörðum fyrir mögulegu eldgosi sem ógnað getur starfseminni. Með lítilli fyrirhöfn þarf að vera hægt að koma í veg fyrir að lagnir húsnæða frostspringi enda veldur slíkt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum. Tækjarými framtíðarinnar í mannvirkjum ættu því að vera þannig útbúin að hægt verði að tengja við þau rafmagns- eða gashitakúta, olíu eða sambærilegu með lítilli fyrirhöfn. Allar lagnir ættu að vera á lokuðum kerfum með frostlegi vegna þess að þegar hitastig utandyra fer niður fyrir frostmark mun það ná til lagnakerfa á skömmum tíma. Vatnið hefur þann eiginleika að þegar það byrjar að frjósa þenst það út og lagnir og ofnar verða fyrir frostskemmdum. Tækjarými framtíðarinnar þurfa að taka mið af þessu og þurfa að vera þannig útbúin að hægt verði með lítilli fyrirhöfn að breyta um orkugjafa ef orkuverin lenda í vanda eins og fyrr segir. Slíkt kallar á breytta hitamenningu okkar sem starfa við pípulagnir ásamt hönnuðum lagnakerfa og vissulega aðkomu stjórnvalda við endurskoðun regluverks. Árið 2003 gaf Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins út RB blað um vatnsveitu-, hitaveitu- og fráveitulagnir í dreifbýli sem vert væri að endurskoða í ljósi stöðunnar en taka mætti mið af þeim upplýsingum sem þar koma fram til að koma í veg fyrir vatnstjón. Félag pípulagningameistara hefur einnig unnið einfaldar leiðbeiningar fyrir neytendur um hvernig hægt er að koma í veg fyrir vatnstjón sem finna má á heimasíðu félagsins. Félag pípulagningameistara er tilbúið að leggja sitt af mörkum við endurskoðun á þessu verklagi enda kallar ný sviðsmynd á nýja nálgun. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við búum hér á landi við þau miklu forréttindi að geta notast við jarðvarma við upphitun húsa. Ákvörðun um að ráðast í þetta mikla verkefni var á sínum tíma aðdáunarverð og gjörbreytti lífsgæðum almennings. Með tímanum höfum við þó orðið góðu vön og þykir stöðugur aðgangur að jarðvarma þar sem hann er til staðar orðinn sjálfsagður. Yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesinu og sviðsmyndir sem ógnað hafa rekstri orkuversins á Svartsengi hafa þó vakið fjölmarga pípulagningameistara til umhugsunar um hvernig við hönnum lagnakerfi, enda sér Svartsengi yfir 12.000 heimilum og atvinnurekendum á Reykjanesinu fyrir húshitun. Sviðsmyndin er snýr að hitun húsa hefur tekið á sig aðra mynd og kallar á endurhugsun á því hvernig við hönnum og setjum upp lagnakerfa í mannvirkjum sem nýta jarðvarma til upphitunar. Taka þarf með í reikninginn að orkuverin geta lent í vanda eins og raungerðist á Reykjanesinu. Jarðhræringar tóku lagnir í sundur og reynt er að verja orkuverið með varnargörðum fyrir mögulegu eldgosi sem ógnað getur starfseminni. Með lítilli fyrirhöfn þarf að vera hægt að koma í veg fyrir að lagnir húsnæða frostspringi enda veldur slíkt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum. Tækjarými framtíðarinnar í mannvirkjum ættu því að vera þannig útbúin að hægt verði að tengja við þau rafmagns- eða gashitakúta, olíu eða sambærilegu með lítilli fyrirhöfn. Allar lagnir ættu að vera á lokuðum kerfum með frostlegi vegna þess að þegar hitastig utandyra fer niður fyrir frostmark mun það ná til lagnakerfa á skömmum tíma. Vatnið hefur þann eiginleika að þegar það byrjar að frjósa þenst það út og lagnir og ofnar verða fyrir frostskemmdum. Tækjarými framtíðarinnar þurfa að taka mið af þessu og þurfa að vera þannig útbúin að hægt verði með lítilli fyrirhöfn að breyta um orkugjafa ef orkuverin lenda í vanda eins og fyrr segir. Slíkt kallar á breytta hitamenningu okkar sem starfa við pípulagnir ásamt hönnuðum lagnakerfa og vissulega aðkomu stjórnvalda við endurskoðun regluverks. Árið 2003 gaf Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins út RB blað um vatnsveitu-, hitaveitu- og fráveitulagnir í dreifbýli sem vert væri að endurskoða í ljósi stöðunnar en taka mætti mið af þeim upplýsingum sem þar koma fram til að koma í veg fyrir vatnstjón. Félag pípulagningameistara hefur einnig unnið einfaldar leiðbeiningar fyrir neytendur um hvernig hægt er að koma í veg fyrir vatnstjón sem finna má á heimasíðu félagsins. Félag pípulagningameistara er tilbúið að leggja sitt af mörkum við endurskoðun á þessu verklagi enda kallar ný sviðsmynd á nýja nálgun. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun