„Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2024 23:30 Aron ræddi við Vísi og Stöð 2 í dag. Vísir/Stöð 2 „Mér líst bara mjög vel á þetta. Hrikalega spenntur að vera kominn heim, var að hitta strákana í dag, geggjaður hópur sem tók vel á móti mér og er bara spenntur að byrja,“ sagði Aron Sigurðarson, nýjasti leikmaður KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir að vistaskiptin voru staðfest. Aron kemur til KR frá AC Horsens í Danmörku en vistaskiptin voru staðfest í dag. Aron hefur spilað erlendis frá árinu 2016 þegar hann samdi við Tromsö í Noregi. Þaðan fór hann til Start áður en hann samdi við Union SG í Belgíu og svo AC Horsens í Danmörku árið 2021. „Það er búinn að vera pínu aðdragandi að þessu. Ég og fjölskylda mín vorum búin að tala um það að koma heim í einhvern tíma, okkur leist mjög vel á KR og allt sem að þeir lögðu upp fyrir okkur,“ sagði Aron um aðdraganda félagaskiptanna. „Spennandi hlutir að gerast hérna heima, deildin að verða sterkari og sterkari. Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða, maður er ekkert að verða yngri. Vildi koma heim og hjálpa KR að komast á þann stað sem þeir eiga að vera á.“ Af hverju KR? „Lýst mjög vel á þetta verkefni, þeir voru fyrsti fundurinn minn og mér leist hrikalega vel á þetta. Þekkti Gregg (Ryder, þjálfara KR) aðeins frá því að hann var að vinna í Danmörku. Öll samtöl og allt sem þeir lögðu upp fyrir mig leist mér vel á.“ „Góður, og efnilegur, hópur sem við getum vonandi bætt aðeins í og verið samkeppnishæfir í sumar.“ Aron mætti á sína fyrstu æfingu hjá KR í dag og liðið spilar svo fyrsta leik í Reykjavíkurmóti á morgun, föstudag. „Alvöru íslenskt veður, rok og rigning. Bara stemning, geggjað að hitta strákana og byrja æfa.“ „Býst ekki við því (að spila á morgun). Held ég megi ekki spila fyrr en í febrúar í Lengjubikarnum þannig að ég styð strákana bara á morgun.“ „Hef ekki spilað fótbolta í mánuð en þetta er fljótt að koma. Maður heldur sér við og hef góðan tíma til að koma mér í form áður en ég byrja að spila í febrúar.“ Velkominn Aron!Nánari upplýsingar: https://t.co/RnsZvRiALi pic.twitter.com/OBVkWkRoTq— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) January 11, 2024 Aron hefur lengi vel spilað á vængnum en færst inn á miðjuna með aldrinum. Hefur hann rætt við Gregg um hvar hann muni spila? „Við ræddum saman um það. Ég get leyst flestar stöður fram á við og á miðjunni þannig að það er undir honum komið að setja mig í stöðu. Ég vil spila, alveg sama hvar það er. Um tíma sinn í atvinnumennsku „Ævintýri að vera úti. Er búinn að vera í tíu ár núna og þegar maður kemur heim hugsar maður um vinina og tengslanetið sem maður hefur eignast. Hugsa til atvinnumennsku minnar með brosi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron í heild sinni. Þar fyrir neðan er viðtal við Gregg Ryder. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Klippa: Aron Sig: Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram á að bjóða „Mjög spennandi kaup fyrir félagið. Þegar maður fær leikmann erlendis frá sem er enn á toppi ferilsins, hann hefur enn gríðarlega mikið fram að færa. Hef þjálfað gegn honum undanfarin 2-3 ár í Danmörku og gæti spilað í efstu deild þar. Hann var einn besti leikmaðurinn í B-deildinni svo við erum að fá leikmann sem getur fært okkur gríðarlega mikið,“ sagði Gregg aðspurður um Aron og hvað hann gefur KR-liðinu. „Við viljum ekki fá leikmann inn sem kemur til að taka því rólega. Hann mun ekki gera það, er góður karakter og leiðtogi.“ „Hann var beittur, í góðu standi og leiðir með fordæmi. Hann er nákvæmlega sá karakter sem við þurfum. Horfum mikið í það að fá réttu leikmennina, réttu karakterana í liðið. Og hann er það, hann er toppmaður.“ Klippa: Gregg Ryder um Aron Sig: Gæti spilað í efstu deild í Danmörku Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Aron kemur til KR frá AC Horsens í Danmörku en vistaskiptin voru staðfest í dag. Aron hefur spilað erlendis frá árinu 2016 þegar hann samdi við Tromsö í Noregi. Þaðan fór hann til Start áður en hann samdi við Union SG í Belgíu og svo AC Horsens í Danmörku árið 2021. „Það er búinn að vera pínu aðdragandi að þessu. Ég og fjölskylda mín vorum búin að tala um það að koma heim í einhvern tíma, okkur leist mjög vel á KR og allt sem að þeir lögðu upp fyrir okkur,“ sagði Aron um aðdraganda félagaskiptanna. „Spennandi hlutir að gerast hérna heima, deildin að verða sterkari og sterkari. Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða, maður er ekkert að verða yngri. Vildi koma heim og hjálpa KR að komast á þann stað sem þeir eiga að vera á.“ Af hverju KR? „Lýst mjög vel á þetta verkefni, þeir voru fyrsti fundurinn minn og mér leist hrikalega vel á þetta. Þekkti Gregg (Ryder, þjálfara KR) aðeins frá því að hann var að vinna í Danmörku. Öll samtöl og allt sem þeir lögðu upp fyrir mig leist mér vel á.“ „Góður, og efnilegur, hópur sem við getum vonandi bætt aðeins í og verið samkeppnishæfir í sumar.“ Aron mætti á sína fyrstu æfingu hjá KR í dag og liðið spilar svo fyrsta leik í Reykjavíkurmóti á morgun, föstudag. „Alvöru íslenskt veður, rok og rigning. Bara stemning, geggjað að hitta strákana og byrja æfa.“ „Býst ekki við því (að spila á morgun). Held ég megi ekki spila fyrr en í febrúar í Lengjubikarnum þannig að ég styð strákana bara á morgun.“ „Hef ekki spilað fótbolta í mánuð en þetta er fljótt að koma. Maður heldur sér við og hef góðan tíma til að koma mér í form áður en ég byrja að spila í febrúar.“ Velkominn Aron!Nánari upplýsingar: https://t.co/RnsZvRiALi pic.twitter.com/OBVkWkRoTq— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) January 11, 2024 Aron hefur lengi vel spilað á vængnum en færst inn á miðjuna með aldrinum. Hefur hann rætt við Gregg um hvar hann muni spila? „Við ræddum saman um það. Ég get leyst flestar stöður fram á við og á miðjunni þannig að það er undir honum komið að setja mig í stöðu. Ég vil spila, alveg sama hvar það er. Um tíma sinn í atvinnumennsku „Ævintýri að vera úti. Er búinn að vera í tíu ár núna og þegar maður kemur heim hugsar maður um vinina og tengslanetið sem maður hefur eignast. Hugsa til atvinnumennsku minnar með brosi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron í heild sinni. Þar fyrir neðan er viðtal við Gregg Ryder. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Klippa: Aron Sig: Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram á að bjóða „Mjög spennandi kaup fyrir félagið. Þegar maður fær leikmann erlendis frá sem er enn á toppi ferilsins, hann hefur enn gríðarlega mikið fram að færa. Hef þjálfað gegn honum undanfarin 2-3 ár í Danmörku og gæti spilað í efstu deild þar. Hann var einn besti leikmaðurinn í B-deildinni svo við erum að fá leikmann sem getur fært okkur gríðarlega mikið,“ sagði Gregg aðspurður um Aron og hvað hann gefur KR-liðinu. „Við viljum ekki fá leikmann inn sem kemur til að taka því rólega. Hann mun ekki gera það, er góður karakter og leiðtogi.“ „Hann var beittur, í góðu standi og leiðir með fordæmi. Hann er nákvæmlega sá karakter sem við þurfum. Horfum mikið í það að fá réttu leikmennina, réttu karakterana í liðið. Og hann er það, hann er toppmaður.“ Klippa: Gregg Ryder um Aron Sig: Gæti spilað í efstu deild í Danmörku
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn