Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Árni Sæberg skrifar 11. janúar 2024 14:28 Herjólfsdalur í Vestmannaeyjum. Þar er töluvert mikils nikótíns neytt yfir verslunarmannahelgina. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins. Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar vegna viðskiptaboðanna segir að nefndinni hafi borist áframsend ábending frá Neytendastofu þann 14. ágúst 2023 þar sem vakin var athygli á því að í tölublaði bæjarblaðsins Tíguls, sem gefið var út fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða þann 31. júlí 2023, hafi birst auglýsing fyrir nikótínpúða og rafrettur frá versluninni Djáknanum í Vestmannaeyjum. Umrædd auglýsing sé heilsíðuauglýsing þar sem birtast myndir af nokkrum tegundum nikótínpúða sem og rafrettum. Efst á auglýsingunni segi: „Gleðilega þjóðhátíð. Djákninn, Strandvegi 47 – á móti Krónunni!“. Síðan sé kynntur opnunartími verslunarinnar dagana 3. – 6. ágúst. Í texta þar undir segi: „Eigum gífurlegt úrval af nikótínpúðum & rafrettum á frábæru verði!“. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Ríkisútvarpið fyrst til að brjóta lögin en fékk enga sekt Í svarerindi útgefandans kom fram að auglýsingin hafi verið birt fyrir mistök, sem fjölmiðlaveitan harmaði. Kom fram að slíkt myndi ekki gerast aftur. Í seinna svarerindi sagði að blaðið hefði verið gefið út í 2000 eintökum. Blaðinu hafi aðeins verið dreift í Vestmannaeyjum og um 200 blöð gengið af. Hafi því alls um 1800 eintökum verið dreift. Þá óskaði útgáfufélagið þess að Fjölmiðlanefnd nýtti ákvæði fjölmiðlalaga sem heimilar nefndinni að falla frá sektarákvörðun. Því til stuðnings vísaði félagið til þess að fallið var frá sektarákvörðun í máli Ríkisútvarpsins ohf. vegna brota fjölmiðlaveitunnar sömu grein laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur. Hefðu mátt vita betur Neytendastofa gaf lítið fyrir röksemdir útgáfufélagsins um að blaðið hafi verið gefið út í litlu upplagi og í ákvörðuninni er sérstaklega litið til þess að blaðið hafi verið gefið út rétt fyrir Þjóðhátíð. Á hátíðina komi mikill fjöldi barna og ungmenna, en banni við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur sé sérstaklega ætlað að verna þau. Þá segir í ákvörðuninni að í kjölfar þess að ákveðið var að RÚV hefði brotið gegn banninu hafi erindi verið sent öllum fjölmiðlaveitum landsins og athygli vakin á málinu. Því væri ekki tilefni til þess að falla frá sektarákvörðun. Sem áður segir var Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. sektuð um 100 þúsund krónur vegna málsins.
Nikótínpúðar Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Þjóðhátíð í Eyjum Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32