„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 13:01 Aron Pálmarsson teygir á lærinu á æfingu landsliðsins í gær, fyrir stórleikinn við Serba á EM í dag. VÍSIR/VILHELM „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira
Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira