Enski boltinn

Um­boðs­maður Dragusins stein­hissa að hann hafi valið Tottenham fram yfir Bayern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Radu Dragusin verður leikmaður Tottenham áður en langt um líður.
Radu Dragusin verður leikmaður Tottenham áður en langt um líður. getty/Giuseppe Bellini

Það kom umboðsmanni Radus Dragusin verulega á óvart að hann hafi valið að ganga í raðir Tottenham í staðinn fyrir Bayern München.

Spurs er nálægt því að ganga frá kaupunum á Dragusin frá Genoa fyrir 25 milljónir punda.

Bayern hafði einnig áhuga á rúmenska miðverðinum og freistaði þess að kaupa hann en svo virðist sem hann hafi valið Tottenham fram yfir þýsku meistarana. Það kom umboðsmanni Dragusins, Florin Manea, á óvart.

„Við trúum því ekki að hann hafi hafnað Bayern. Radu hafði gefið Spurs loforð og ákvað að efna það. Við erum samt undrandi á þessu,“ sagði Manea.

Dragusin er á sínu öðru tímabili með Genoa. Hann kom fyrst til félagsins á láni frá Juventus fyrir síðasta tímabil en Genoa gekk svo frá endanlegum kaupum á honum í janúar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×