„Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 08:00 Bjarki Már Elísson glaðbeittur á fyrstu æfingu landsliðsins í München í gærkvöld. VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. Bjarki var brattur eftir létta æfingu landsliðsins í gærkvöld, eftir rútuferðina frá Austurríki þar sem Ísland vann tvo vináttulandsleiki við heimamenn. „Við teljum okkur vera á góðri leið. Við erum að slípa saman bæði vörnina og sóknina, erum búnir að fara vel yfir Serbana, og höldum því bara áfram [í dag]. Tilfinningin er góð,“ sagði Bjarki. Hann telur íslenska liðið mæta nokkuð svipað í stakk búið til leiks í ár eins og í fyrra, þegar það endaði í 12. sæti á HM, einu sæti á eftir Serbíu. „Í fyrra var Ómar svolítið tæpur í hásininni, og í staðinn er Gísli núna tiltölulega nýkominn til baka eftir meiðsli. Þetta er bara partur af þessu. Það eru margir að glíma við eitthvað en við komum bara nokkuð ferskir og bjartsýnir til leiks.“ Klippa: Bjarki búinn að fara vel yfir Serbana Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spáði rétt fyrir um gengi Íslands á HM í fyrra, og í gær greindi hann frá þeirri niðurstöðu sinni að líklegast væri að Ísland yrði í 9.-11. sæti á EM. Yrði það ásættanleg niðurstaða í augum Bjarka? „Þetta eru náttúrulega bara einhver líkindi. Ég fer alla vega ekki með þann draum inn í mótið að ætla mér að ná níunda sæti. Það fallega við íþróttirnar er að það getur allt gerst. Við erum með okkar markmið. Það er að byrja á því að vinna Serbana, en svo held ég að allir viti að við eigum stóra drauma innan liðsins. Við verðum bara að sjá til.“ Fyrsta mál á dagskrá er að takast á við öflugt lið Serba: „Þeir eru með mjög gott lið. Tvo frábæra markmenn, tvo þunga línumenn, mjög góðan miðjumann í [Lazar] Kukic. Við þurfum að ná tökum á honum og hindra línusendingarnar. Spila okkar leik og þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika.“ Félagi Bjarka í vinstra horninu, Stiven Tobar Valencia, spilar nú í fyrsta sinn á stórmóti en hvernig hefur hann smollið inn í liðið? „Bara vel, eins og allir sem hafa komið inn í þetta með mér. Þeir hafa verið þónokkrir. Hann er ferskur og góður í handbolta, og gaman að honum. Hann er að koma flott inn í þetta.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06 Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15 Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00 Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Bjarki var brattur eftir létta æfingu landsliðsins í gærkvöld, eftir rútuferðina frá Austurríki þar sem Ísland vann tvo vináttulandsleiki við heimamenn. „Við teljum okkur vera á góðri leið. Við erum að slípa saman bæði vörnina og sóknina, erum búnir að fara vel yfir Serbana, og höldum því bara áfram [í dag]. Tilfinningin er góð,“ sagði Bjarki. Hann telur íslenska liðið mæta nokkuð svipað í stakk búið til leiks í ár eins og í fyrra, þegar það endaði í 12. sæti á HM, einu sæti á eftir Serbíu. „Í fyrra var Ómar svolítið tæpur í hásininni, og í staðinn er Gísli núna tiltölulega nýkominn til baka eftir meiðsli. Þetta er bara partur af þessu. Það eru margir að glíma við eitthvað en við komum bara nokkuð ferskir og bjartsýnir til leiks.“ Klippa: Bjarki búinn að fara vel yfir Serbana Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spáði rétt fyrir um gengi Íslands á HM í fyrra, og í gær greindi hann frá þeirri niðurstöðu sinni að líklegast væri að Ísland yrði í 9.-11. sæti á EM. Yrði það ásættanleg niðurstaða í augum Bjarka? „Þetta eru náttúrulega bara einhver líkindi. Ég fer alla vega ekki með þann draum inn í mótið að ætla mér að ná níunda sæti. Það fallega við íþróttirnar er að það getur allt gerst. Við erum með okkar markmið. Það er að byrja á því að vinna Serbana, en svo held ég að allir viti að við eigum stóra drauma innan liðsins. Við verðum bara að sjá til.“ Fyrsta mál á dagskrá er að takast á við öflugt lið Serba: „Þeir eru með mjög gott lið. Tvo frábæra markmenn, tvo þunga línumenn, mjög góðan miðjumann í [Lazar] Kukic. Við þurfum að ná tökum á honum og hindra línusendingarnar. Spila okkar leik og þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika.“ Félagi Bjarka í vinstra horninu, Stiven Tobar Valencia, spilar nú í fyrsta sinn á stórmóti en hvernig hefur hann smollið inn í liðið? „Bara vel, eins og allir sem hafa komið inn í þetta með mér. Þeir hafa verið þónokkrir. Hann er ferskur og góður í handbolta, og gaman að honum. Hann er að koma flott inn í þetta.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06 Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15 Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00 Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06
Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15
Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00
Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti